Eru menn einhvað fullir.......

......að trúa þessum tölum.

Sko. vindmælar eiga það til að fá óskýranlegt kast. Og ég skal hundur heita ef þetta er staðreynd.

Enn heimsmetið í "vindhraða" er einhvað yfir  140 m/s. í skýstrokk í Oklahoma í BNA 3. maí 1999.

Enn "gamla" íslandsmetið í vindhviðu mældist á Gagnheiðarhnjúki 16. jan. 1995: 74 m/s. Og mesti 10 mín. meðalvindhraði mældist á Skálfelli við Esju 20. jan. 1998: 62 m/s.

Svona til gamans, þá er mesta vindhviða á Stórhöfða frá 3. feb. 2001: 67 m/s.

Svo, skulum við líta á veðrið frá Veiðivatnahrauni. Einsog sést á tölunum sem ég setti í rauðu, þá passar þetta engann veginn. Til dæmis kl.21 er 10 mín. meðalvindhraði meiri enn vindhviða. Sem á ekki vera mögulegt.

 

Veiðivatnahraun

Um stöðina

Gögn sjálfvirkra stöðva eru birt um leið og þau berast án þess að farið hafi verið yfir þau. Það gætu því leynst í þeim villur, t.d. vegna bilana í mælitækjum.

 

Ár Mán. Dagur Kl. Loftþr. hPa Vindátt Vindhr. m/s Hám.vindhr. m/s Vindhviða m/s Hiti C       Daggarm. C Lágm.hiti C Hám.hiti C Upps. úrk. Úrk. mism.
2008 2 9 4 976.5 SSV 16.3 16.3 20.7 -2.1 -1.3 -2.1 -1.1 587.5 8.6
2008 2 9 3 976.0 SSV 15.8 18.7 24.2 -1.1 -0.7 -1.1 -0.3 578.9 -33.0
2008 2 9 2 974.9 SSV 19.3 20.7 24.7 -0.4 0.4 -0.5 0.2 611.9 -6.0
2008 2 9 1 973.7 SSV 18.7 21.8 31.2 0.2 1.0 0.2 1.8 617.9 -4.7
2008 2 8 24 972.7 S 25.5 31.1 38.8 1.8 2.1 1.5 2.3 622.6 -5.9
2008 2 8 23 971.3 SSA 30.4 32.1 54.4 1.7 2.6 0.1 1.7 628.5 1.5
2008 2 8 22 974.1 SSA 48.1 61.9 137.4 0.1 1.1 0.0 0.1 627.0 -3.7
2008 2 8 21 976.0 SSA 31.7 88.1 66.1 0.0 1.0 -0.1 0.0 630.7 34.0
2008 2 8 20 978.6 SSA 28.4 31.0 39.7 -0.1 0.9 -0.4 -0.1 596.7 11.5
2008 2 8 19 981.7 S 28.2 28.2 36.6 -0.4 0.4 -0.9 -0.4 585.2 1.5
2008 2 8 18 986.5 SSA 20.9 24.4 31.7 -0.9 -0.2 -1.3 -0.8 583.7 2.1
2008 2 8 17 989.0 S 22.1 23.8 31.3 -1.2 -0.5 -1.5 -1.2 581.6 1.0

Svona til samanburðar þá var mesti 10 mín. meðalvindhraði á Stórhöfða í gærkveldi 41 m/s. og mesta vindhviða 50 m/s. Enn fyrir nokkrum dögum, eða þann 21. jan. 2008 fór vindhviða á Stórhöfða í 51m/s. Sem er ein af mestu vindhviðum á Stórhöfða síðan 3. feb. 1991.


mbl.is Mesta hviða 137 m/s
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég skal vel trúa 92 metrunum en þessi tala er gersamlega út úr kortinu. Spes að birta þetta bara athugasemdalaust sem frétt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Sæll Valdimar.

Ég finn ekki nema sólarhringslínurit frá þessum stað, þannig ég get ekki dæmt um það. Þannig að þú verður spyrja lærða veðurfræðinga að því (greiningadeildina). Enn það virðist allt í lagi með hann þennan sólarhringinn. Enn ég er "bara" veðurathugunarmaður og styðst við innsæi og áhuga á veðri.

Svona til fróðleiks þá fær vindmælirinn okkar hér á Stórhöfða svona óeðlileg köst. Enn þá aðeins þegar vindur er kringum 10 m/s í meðalvind. Og í ákveðnum veðrum þá.

Og svona í lokinn þurfti ég leiðrétta hjá mér færsluna þar sem var hálfsofandi þegar hún var skrifuð í nótt/morgun. Bara verst að eyjafrettir.is þurfti endilega taka vitleysuna upp hjá mér og setja það hjá sér.

Enn nánar um veðrið er á http://www.123.is/DJ_Storhofdi

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.2.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Sæl Hildigunnur.

92 m/s. er líka ótrúlegt, enn þó trúlegri enn þessi 137 m/s.

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.2.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held við hefðum betri tilfinningu fyrir því hvað stenst og hvað ekki ef menn væru ekki að reikna vindhraða í m/s heldur í sömu mælieiningu og við aðrar dagsdaglegar hraðamælingar sem við höfum reynslu af á hverjum degi á götum landsins þ.e. km/h. Þannig er 137 m/s sami hraði 493 km hraði á klukkustund (margfaldað með 3.6) sem við höfum allt aðra tilfinningu fyrir og hlýtur strax að vekja spurningar um hvort það virkilega standist.

Mælieiningin m/s fjarlægir vindhraðann raunveruleikanum og gerir hann að óræðri stærð fyrir öllum almenningi.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.2.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það fæst svo líka tilfinning fyrir hve gríðlega mikill þessi vindur var ef mælingin er rétt þegar við tölum um nærri 500 km hraða á vindinum. - Það er full ástæaða til að fá úr þessu skorið. - Við þyrftum að vita hvort svona mikinn vind getur raunverulega gert á Ísalndi eða ekki þó það sé bara í einni vindhviðu við ákveðanar aðstæður.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.2.2008 kl. 16:41

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Sæll Helgi Jóhann

 Ég héld að almennur borgari verði ekkert nær því að skilja vindhraða með því að margfalda tölur enn meir. Heldur væri betra að hafa gömlu góðu vindstiginn sammhliða metra á sekundur. Ég held að fólk áttir sig betur að hafa aðeins 12 tölur til segja þeim hvað er hvasst. Enn til að vera enn nákvæmari þá væri notuð metrar á sekúndu sammhliða vindstigunum.

Pálmi Freyr Óskarsson, 11.2.2008 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband