"Fokking fokk" með

...........íhaldsmenn í Vestmannaeyjum, ásamt íhaldsmönnum í ríkisstjórn Íslands, plús samfylkingaíhaldsflokksmanninum Kristján Möller sem kallast samgönguráðherra. Þetta fólk ættu skammast sín hvernig það er búið að draga okkur Vestmannaeyinga og aðra Íslendinga á asnaeyrunum. Hvernig á þetta að vera þessi mikla samgöngubót einsog var lofa af íhaldinu. Að finna gamalt og notað skip til að sigla á hættulegasta siglingaleið heims, og það á stað sem eitt brimmesta stað í "heimi" Bakkafjöru er alveg glórulaust "heimska".

xxx

c4eb166383bd1209355965bc2dfcb4f3_ferja_donsk

06. janúar kl. 14.29

Ferja í Landeyjahöfn:

Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu

Unnið í samráði við samgönguráðuneytið

Samkvæmt upplýsingum Frétta hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum undanfarið leitað að hentugri ferju sem kemur til með að sigla upp í Landeyjahöfn. Eins og áður hefur komið fram ákvað ríkisstjórn að fresta smíði nýs skips og voru hugmyndir upp um að nota annað hvort núverandi Herjólf áfram eða leita að notuðu skipi. Vestmannaeyjabær hóf þá þegar markvissa vinnu við að finna hentuga ferju og samkvæmt upplýsingum Frétta er nú verið að skoða skip í Danmörku.

Elliði Vignisson, staðfesti að Vestmannaeyjabær hafi á síðustu vikum verið með menn á sínum snærum við úttekt á hentugri ferju og nú væri verið að horfa til skips í Danmörku. „Það er rétt að Grímur Gíslason og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur hafa verið að skoða þessi mál fyrir okkar hönd.“

Elliði vill þó ekki meina að ástæða þess að Vestmannaeyjabær gengur nú fram með þessum hætti sé að vantraust hafi skapast milli Vestmannaeyjabæjar og Samgönguráðuneytisins. „Nei hér er á engan hátt um slíkt að ræða. Þessi vinna er unnin bæði með vitund og vilja samgönguráðherra og Siglingastofnunar þótt Vestmannaeyjabær leiði hana fyrstu skrefin. Ég hef haldið fulltrúum ríkisins alveg upplýstum hvað þetta varðar enda fer málið núna til umfjöllunar í stýrihópi ráðherra þar sem það verður unnið áfram.“

Aðspurður segir Elliði að hann voni að danska ferjan komi til með að reynast hentug þótt enn sé langt í frá hægt að fullyrða að svo sé.  „Þessi ferja sem hér um ræðir er smíðuð árið 1998 og er um 70 metrar á lengd. Ganghraðinn (servicespeed) er um 14 hnútar.  Hún ber allt að 90 bíla og 550 farþega. Fulltrúar okkar hafa þegar farið til Danmerkur og skoðað skipið en slíkt var gert í tengslum við tilboð okkar heimamanna í fyrra vor. Mat þeirra var að skipið liti vel út og gæti orðið hentugt ef ákveðnar forsendur ganga eftir.  Lykilatriðið hvað þessa ferju varðar er hversu grunnrist hún er.  Samkvæmt okkar upplýsingum þá er djúprista hennar innan við þá 3,2 metra sem miðað er við til þess að ekki þurfi að koma til meiri frátafa vegna sjávarstöðu.“

Þegar Elliði var spurður út í hvaða forsendur það væru sem ganga þyrftu eftir til að skipið yrði leigt sagði hann að fyrst og fremst snérist þetta um tæknileg atriði og haffærni og svo auðvitað kostnað. „Samkvæmt okkar upplýsingum þarf að gera einhverjar breytingar á skipinu til að það geti gagnast á þessari siglingaleið en ennþá vitum við ekki hversu miklar slíkar breytingar verða. Þá snýst þetta auðvitað einnig um kostnað.“

Elliði sagði að lokum að ekki væri ástæða til að fara strax á mikla siglingu hvað þetta varðar. „Þessi mál eru bara í skoðun ennþá og margt óljóst. Það sem hinsvegar er alveg ljóst er að við hjá Vestmannaeyjabæ, í góðu samstarfi við stýrihóp um framkvæmdina, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að siglingar geti hafist í Land-Eyjahöfn miðsumars 2010 eða eftir eitt og hálft ár. Því var lofað og ég trúi því að við það verði staðið.“

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=26318&PHPSESSID=6b38e24309d74912edf500dd8f5d169b


mbl.is Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Áhugavert myndband, þó er einungis kaldaskítur. Það ætti að fara með talsmenn hafnarinnar upp í brimgarðinn í SV 23 til 25 m/sek, ætli þeim yrði ekki bumbult.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2009 kl. 19:43

2 identicon

11 ára gamalt skip telst nú ekki vera gamalt. Hver er t.d. meðalaldur í fiskiskipaflotanum okkar? Þar erum við m.a. að tala um stór aflaskip sem smíðuð eru milli 1960 og 1970. Miðað við það þá er Herjólfur nýlegt skip.

Ekki dreg ég úr veðri og sjólagi með suðurströndinni en það er ljóst að eyjarnar verja Bakkafjöru og siglingaleiðna fyrir mestu ölduhæðinni og því er oft miklu meira brim vestar á Landeyjunum og svo austur á Eyjafjallafjörum heldur en á Bakkafjöru. Ljóst er þó að ölduhæðin á þessu svæði er nokkuð oft yfir öryggismörkum sem miðað verður við og því ljóst að fleiri ferðir munu falla niður á þessari siglingaleið heldur en til Þorlákshafnar. Hins vegar er reiknað með miklu fleiri ferðum á dag og það getur verið að tvær ferðir fyrir hádegi falli niður en þá er jafnvel hægt að taka 4 í staðinn eftir hádegið. Þetta er ekki gerlegt eins og staðan er í dag.

Varðandi myndbandið af ferð Lóðsins þá er rétt að benda á að ekki er um mikla ölduhæð að ræða þó svo að brjóti úr öldunni vegna þess hversu grunnt er orðið. Ferjan sem þarna mun sigla er miklu stærri og borðhærri en Lóðsinn og þó svo að pusað hafi yfir Lóðsinn þá fer stór ferja miklu betur með þessar skvettur. Hins vegar er ljóst að vandasamt getur verið að sigla t.d. á lensi inn grunna innsiglingarennu með grunnkviku í rassgatið. Það er allt öðruvísi heldur en í þungum sjó úti á rúmsjó vegna þess að aldan á grunninu hreyfir sjávarmassann svo mikið til og þá er auðvelt að missa stjórn á skipi.

Birkir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Birkir: Þú væntanlega keyrir bíl eldri enn 9 ára sem er ekinn 200.000 og finnst Það ekki gamall bíll?

Herjólfur í dag er 16 ára gamall, og hann er farinn bila of oft til að hægt að treysta honum. Til dæmis var hann fyrir nokkrum vikum vélarvana í hálftíma úti rúmsjó. Enn sem betur fer var gott veður, hefði ekki vilja hugsa það til enda ef það hefði verið  verra veður.

Svo batnar ekki að fá 11 ára danska ferju til að sigla milli Bakkafjöru og Eyja.

Pálmi Freyr Óskarsson, 7.1.2009 kl. 10:17

4 identicon

Það vill nú þannig til að ég á bæði nýjan bíl og annan til sem er 10 ára og hef ég því góðan samanburð á aldri bíla, en sá samanburður er ekki sambærilegur þegar kemur að skipum. Þar er verið að tala um allt aðra hluti.

En það vill nú þannig til líka að ég þekki mjög vel til skipa og ég veit því að 16 ár eru ekki hár aldur skips. Þá er notkun Herjólfs þ.e. keyrslutími véla ekki í nokkurri líkingu við það sem gerist og gengur t.d. með togara sem eru með vélar í gangi næstum því allt árið um kring.

Ég er alls ekki að gera lítið úr bilunum Herjólfs og finnst þessar bilanir sem hafa verið að hrjá hann mjög alvarlegt vandamál, og í raun óskiljanlegt á ekki eldri og ekki meira keyrðum vélum. Ég verð því að velta fyrir mér hvort fyrirbyggjandi viðhaldi sé áfátt um borð. Ég vil þó ekki trúa því en eitthvað er óeðlilegt í gangi varðandi þessar vélar.

En varðandi dönsku ferjuna þá veit ég ekkert um það skip og var ekki að mynda mér skoðun varðandi það. En það er þó allavega verið að skoða málið og kannski komast aðilar að því að skipið henti alls ekki.

Mér skilst þó að ekki sé meiningin að þetta verði framtíðarlausnin því nýsmíði var ekki tekin af borðinu heldur einungis frestað vegna ástandsins eins og það er. Það kom fram þegar tilkynnt var um þessa frestun að til skoðunar væri að byrja á að nota núverandi Herjólf þarna á milli eða að leigja tímabundið annað skip. Hvorutveggja er því til skoðunar í dag.

Birkir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband