Þú sem ert að kveikja í mannvirkjum hér.....

....í Eyjum skalt fara koma þér til sálfræðings/geðlæknis, vegna þess að þetta er verða of mikið af því góða.

Þetta er ekkert annað enn hryðjuverk hjá þessum brennivarg/vörgum. Og vonandi að lögreglann fari að finna þessa aðila. Til þess að aðstoða lögregluna þá þurfa til dæmis foreldrar að gá hvort einhvað grunnsamleg brunnalykt er af börnum sínum, eða grunsamlegrar fótaferð út..........Eða þá fólk sem  var við einhvað grunsamlegt/óvenjuleg mannaferðir, eða bílaumferð í eða við grend við íkveikjustaðinn. Sama hvað ómerkilegar vísbendingar þig getið lumað þá er það betra enn ekkert fyrir lögregluna... 

28. maí kl. 06.17

31380e7566be3439200440ed912e02b9_bruni02

Kveikt í Þjóðhátíðarmannvirkjum við hlið slökkvistöðvarinnar

Litla sviðið ónýtt, stóra sviðið og myllan illa farin

 

Um klukkan hálf sex í morgun barst slökkviliði Vestmannaeyja tilkynning um eld við Áhaldahúsið.  Kveikt hafði verið í mannvirkjum sem notuð eru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og eru geymd á svæðinu en um er að ræða gámaeiningar sem notuð eru undir svið og önnur mannvirki.  Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins enda er slökkvistöðin einungis um tuttugu metrum frá eldsupptökunum.

Ekki verður annað séð en að eldur hafi verið borinn að mannvirkjunum enda fátt sem getur komið eldi af stað á þessum stað þar sem ekkert rafmagn er í mannvirkjunum.  Skemmdirnar eru hins vegar talsverðar, litla sviðið er líklega ónýtt og stóra sviðið mjög illa farið.  Þá er Myllan mjög illa farin og ljóst að tjónið kemur sér afar illa fyrir ÍBV-íþróttafélag, nú þegar undirbúningur Þjóðhátíðarinnar er að komast af stað.  Þá var einum af róðrabát sjómannadagsráðs lagt upp að hlið litla sviðsins en báturinn slapp óskemmdur og verður líklega notaður um helgina.  Um tíma óttuðust menn að einhver kynni að vera inni í mannvirkjunum en svo var ekki.

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=19382
mbl.is Eldsvoði í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sorglegt hvað fólk getur verið sorglegt.  Þetta er greinilega einhver með stór vandamál í eigin heila.  Vona að sökudólgurinn finnist sem fyrst.

Ásdís (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 08:21

2 Smámynd: Landi

Þetta er orðir frekar óhugnalegt að einhver/einhverjir skuli ganga lausir og brenna það sem þeim / Þessum aðiliða verður á vegi.Vonandi leysist þetta brennuvarga dæmi í eitt skipti og að eyjarfólk verði án svona atburða í framtíðinni.

Landi, 28.5.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband