Ég er alveg undrandi hvað sumir eru fávísir um samgöngumál milli lands og Eyja. Og er það aðallega þeir sem búa í höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis þessi "Predikari" sem er búinn að setja ath.semd við þessa moggabloggsfrétt hjá ýmsum. Það mætti halda að það sé ekkert líf fyrir utan Reykjavík.
Að hlusta á svona kjaftæðið er skandall.
Er er þessi ath.semd:
Predikarinn, 24.7.2007 kl. 02:04
Enn annars vil ég skamma alla þá stjórnálamenn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar fyrir slæglega frammistöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Og vona ég þeir farið nú að vakna til lífsins.
Ferðum Herjólfs ekki fjölgað frekar um verslunarmannahelgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pálmi Freyr Óskarsson : Skora á þig að segja okkur skandaliserandi kjaftæðisbullara, að þinni sögn, hvað af "kjaftæðinu" er ósatt ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 09:37
Jón Hnefill Jakobsson : Þetta er ekki það sem ég sagði. Þú hefur lesið pistilinn of hratt yfir ef þetta er skilningur þinn . Í hnotskurn má m.a. lesa út úr pistlinum að menn verða sjálfir að bera ábyrgð á ákvörðunum sínum um búsetu. Allir staðir hafa bæði kosti og galla. Það er ekki hægt að ætlast til að hirða kostina og ætla síðan öðrum að greiða niður ókostina. Hagnaður af framleiðslu í Vestmanneyjum hefur auðvitað skilað sér í vasa þeirra sem vinna við hana þar og þeirra sem reka fyrirtækin sem og þar með bæjarfélagsins. Stærsti hluti þungaskatts og eldsneytisskatta er innheimtur í um 72-80 % hluta til af stór-höfuðborgarsvæðinu. Lang minnstur hluti vegafjár hefur samt farið þangað. Þannig að dreifbýlið getur ekkert kvartað undan því fram að þessu nema síður sé.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 13:08
Predikari: Þar sem þú kemur ekki undir nafni þá er þetta ekki svaranvert að svara þessu kjaftæðið í þér.
Jón Hnefill: Takk fyrir
Pálmi Freyr Óskarsson, 25.7.2007 kl. 04:35
Sannleikur verður ekki að ósannindum bara vegna þess að sá sem þau segir gefur ekki upp annað en bloggnafn. Þú veist jafn vel og ég að við berum hvert okkar fyrir sig ábyrgð á því sem skrifað er hér, ekki mbl.is, og liggur kennitala okkar og fullt nafn skv. þjóðskrá fyrir hjá mbl.is
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2007 kl. 01:35
Predikarinn: Það er ekki málið. Heldur er það sem þú segir hér á netinu undir dulnefni. Enn þar ferðu oft yfir strikið í skrifum þínum með meiðyrði, staðreyndavillum o.s.f.
Mér persónulega er alveg sama ef fólk skrifar undir dulnefni lengi sem það gæti háttvisi og kurteisi í skrifum sínum
Pálmi Freyr Óskarsson, 26.7.2007 kl. 07:02
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Stór hluti Vestmannaeyjaskeggja er aðfluttur eftir gos að eigin ósk og án alls þrýsting okkar hinna. Þetta var vafalaust upplýst ákvörðun þeirra sem hana tóku, vitandi um samgönguleysið sem var reyndar margfalt meira en nú. Þarna sóttu menn í dreifbýlissæluna, fiskvinnsluna, o.s.frv. . Þeir sem í Vestmannaeyjum búa hafa ekki langt að keyra frá heimili að vinnustað. Stór hópur getur gengið til og frá vinnu án þess að hafa mikið fyrir því. Stærstur hluti þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu njóta ekki þessa munaðar. Þar þurfa menn að fylla tankinn á heimilisbílnum ekki sjaldnar en 1 sinni í viku. Nú eða þá að kaupa sér í strætó til að komast til og frá vinnustað og eyða í það kannski allt að þremur klukkustundum samtals á dag alla virka daga. Þessa gætir ekki í Vestmanneyjum. Þá er vöruverð orðið niðurgreitt af höfuðborgarbúum með hærra verði en til er kostað þar sem flestar verslunarkeðjur hafa séð fyrir jöfnu vöruverði, sem og eldsneytisverði. Eru Vestmannaeyjarbúar tilbúnir að greiða niður kostnað íbúa höfuðborgarsvæðisins til að komast til og frá vinnu? Eru þeir tilbúnir að jafna launamun, eða greiða fyrir nýlenduvörurnar sínar án niðurgreiðslu neytenda á höfuðborgarsvæðinu? Eru þeir tilbúnir til þess að felld verði niður niðurgreiðslan á Herjólfi ? Svona má lengi telja.