Tímavél Stórhöfðingjans: Árið er .........

......1996.

Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, í Morgublaðsgrein 20. febrúar 1996:
"Gerð ganganna mun án efa kosta mannslíf."

"Mér er ekki kunnugt um neinn íslenskan verkfræðing, tæknifræðing né arkitekt, en þeir vera að standa ábyrgir fyrir gerðum sínum, sem fæst til að taka ábyrgð á eða jafnvel mæla með jarðgöngunum."

Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, í Morgunblaðsgrein 29. febrúar 1996:
"Í þessu máli, sem svo mörgum öðrum milli íslensku þjóðarinnar og norskra stjórnvalda, gildir gamla máltækið "frændur eru frændum verstir". Það er dapurlegt að hugsa til þess að það mun enn, á sinn hátt, rætast í jarðgöngunum undir Hvalfirði."

Magnús Sigurðsson skrifar í DV 23. febrúar 1996:
"Þeir sem ég hef heyrt ræða göngin telja þau beinlínis óðs manns æði og það skipti verulegu máli að þau verði ekki að veruleika."

Ágúst Sigurðsson skrifar í DV 29. febrúar 1996:
"Hér er rennt blint í sjóinn, í þeirra orða fyllstu merkingu, með gerð ganganna og þau eiga því miður eftir að verða stór og mikil martröð allrar þjóðarinnar á komandi árum. Mótmæli verða því að koma fram."

Jónas Kristjánsson í forystugrein í DV 27. febrúar 1996:
"Til marks um þýlyndi Íslendinga má hafa, að engin samtök grípa til varna gegn Hvalfjarðargöngum. Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helstu martröð þjóðarbúsins á næstu árum."

"Ef Íslendingar væru ekki þýlyndari en aðrar þjóðir, létu þeir ekki rugl af þessu tagi yfir sig ganga hljóðalaust. Stofnuð væru samtök til að gæta hagsmuna skattgreiðenda og vegfarenda til þess að berjast gegn því, að vandræðin yrðu meiri en þau eru þegar orðin."

"Stofna þarf virk almannasamtök til að vernda viðhald og framkvæmdir við veginn fyrir botn Hvalfjarðar og hindra frekari ábyrgð skattgreiðenda á göngunum."

Ólafur Sigurgeirsson á Þaravöllum í samtali við Tímann 24. febrúar 1996:
"Þessi göng eru eitt mesta umhverfisslys landsins og stórskaði fyrir okkur hér og alla landsmenn. Göngin eiga eftir að verða dragbítur á þjóðfélaginu í áratugi og komast sennilega aldrei í gagnið."

Gunnlaugur Þórðarson snýr við blaðinu

Gunnlaugur Þórðarson, hæstaréttarlögmaður, var í hópi þeirra sem hvað harkalegast gagnrýndu áform um Hvalfjarðargöng á opinberum vettvangi og vöruðu við að "anað yrði út í" þessar framkvæmdir. Hann skrifaði greinar í Morgunblaðið, 20. febrúar 1996 undir fyrirsögninni "Þjóðardoði" og 29. febrúar 1996 undir fyrirsögninni "Hvalfjarðargöngin, Smugan og Mozart".
Gunnlaugi snerist hugur svo um munaði og hann vitnaði síðar í tvígang í Morgunblaðinu um ágæti Hvalfjarðarganga. Þann 25. október 1997 skrifaði hann grein undir fyrirsögninni "Að skjátlast er mannlegt" og rakti hvernig undirmeðvitund sín hefði rumskað þegar fréttir bárust um glæsilegan árangur við gangagerðina:

"Gat það verið, að baráttugleðin í fyrrgreindum blaðagreinum hefði leitt mig á villigötur? Og lét þetta mig ekki í friði. Ég varð að skoða verkið með eigin augum."

Gunnlaugur fékk síðan leyfi til að skoða Hvalfjarðargöng í fylgd Hermanns Sigurðssonar, verkfræðings og þáverandi staðarstjóra Fossvirkis í Hvalfirði. Eftir þá heimsókn skrifaði Gunnlaugur Þórðarson m.a.:

"Heimsóknin í göngin sannfærði mig um , að þar væri unnið stórkostlegt mannvirki, sem yrði þjóðinni lyftistöng og væri vottur þess stórhugar, sem ríkja ætti með íslensku þjóðinni."

"Öryggistilfinningin þarna neðanjarðar var dásamleg. Manndómurinn í verkinu er þeim, sem að því standa, til sóma. Í samræmi við áðurnefnt spakmæli hlýt ég að leiðrétta orð mín og hlakka til að fara um Hvalfjarðargöngin fullfrágengin norður á Húsavík að rúmu ári. Til hamingju Ístak og Fossvirki!"

Tekið af spolur.is

Meira hér:

  Heimsendaspár
  Hver er Staupa-Steinn?
  Hvar er Staupasteinn?
  Deilt um Staupa-Stein
  Tvær útlitstillögur

Fréttir
Gjaldskrá og áskrift
Hollráð og öryggi
Spölur
Framkvæmdin
Lotsberg
Innskráning

Og í dag er þetta sagt á moggablogginu um áætluð jarðgöng í framtíðinni milli lands og Eyja.

Bloggað um fréttina

Ég man vel eftir því þegar maður heyrði að það ætti að gera Hvalfjarðargöngin. Maður bara hugsaði hvað þetta væri mikið firra að ætla búa til göng niður í sjóinn. Og ég var ákveðinn í því að ætla aldrei að fara í þessi göng. Enn svo var það einn góðan veðurdag að ég fór í gönginn mér til mikilar ánægju.

Þannig að það er ekki hvort heldur hvenær jarðgöng koma milli lands og Eyja.Cool

Enn fyrst þarf að endurnýja Herjólf. Og hafa þá helst tvo sem ganga móti hvor öðrum. Svo fólk ofan af landi geta skroppið til Eyja að morgni og farið að kvöldi.  Þannig mundi dagurinn nýtast báðum meginn.

 

Ef þið vilji vita meira um Hvalfjarðargöng þá farið bara á Google: http://www.google.is/search?hl=is&q=hvalfjar%C3%B0arg%C3%B6ng&lr 

 


mbl.is „Álitamál hvort göng til Vestmannaeyja séu réttlætanleg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband