13. júní kl. 15.33 | ||
Óskar eftir endurskoðun á að banna bifreiðastöður við Bárustíg: | ||
Annars leitað til umboðsmanns Alþingis eða dómstóla | ||
| ||
Mikið hefur gengið á í sambandi við bílastæðamál við Bárustíg 7 þar sem Vilberg Kökuhús er til húsa. Eigandi húsnæðisins er Bergur Sigmundsson en lögfræðingur hans, Oddgeir Einarsson, hdl., hefur ritað bæjarstjórn Vestmannaeyja bréf þar sem mál umbjóðanda hans er rakið. Þar kemur m.a. fram að í júlí 2006 hafi umhverfis- og skipulagsráð framfylgt ákvörðun ráðsins frá september 2005 um að banna bifreiðastöður fyrir framan húsið. Í bréfinu er óskað eftir því að ákvörðun ráðsins verði endurskoðuð. Í bréfi lögfræðingsins kemur fram að ákvörðun ráðsins byggi á tillögu starfshóps um umferðarmál og framkvæmdastjóra var falin framganga málsins í fullu samráði við viðeigandi aðila. Hins vegar kemur fram að ekkert samráð var haft við Berg Sigmundsson um málið. Nánar í Fréttum á morgun. |
Þvílíkt þrjóska hjá honum Berg.
Enn er þetta einhvað vandamál?
Það er nefnilega nóg af löglegu bílastæði við grennd við bakaríið ef fólk nenni að hreyfa sig. Enn í dag er fólk svo rosalega slappt að geta ekki gengi smá spöl í verslun.
Svo um síðustu helgi var ég vitni af því að gamli góði knattspyrnukappinnn Hlynur Stefáns og kona hans stígu útúr bíl sínum sem farþegar. Og bilinn var stöðvaður ólöglega beint fyrir framan Drífanda (bar).
Ég ætla bara benda á það að þetta er allt annað líf að keyra fyrir framan bakaríð án þess að vera hindraður af bílum sem er lagt fyrir framan bakaríið.
Athugasemdir
Ég er ekki að fatta þetta komment þitt með Hlyn og konu hans, ég hef aldrei lent í veseni með að komast ekki leiða minna á þessum slóðum en ég veit ekki með þig? það er greinilega ekki vandamál fyrir þig ungann manninn að leggja bílnum í 100 m fjarlægð frá bakaríinu ef þú ætlar að versla þér brauð en spurning með þá sem eiga erfitt með gang, ég er hræddur um að Bergur sé búinn að tapa þeim viðskiptavinum til Arnórs, gæti það verið ástæðan?Ég stend með Berg í þessu máli.
Grétar Ómarsson, 16.6.2007 kl. 03:18
Mér finnst bara asnalegt að sjá fullfrískt fólk þurfa að keyra nánast inn í hús. Og geta ekki farið eftir umferðarreglum.
Bíddu hvað er málið?
Er Bergur ekki búinn að endurheimta bílastæði norðan við húsið. Í staðinn sem hann missti vestan við húsið. Svo er líka nóg af bílastæði á Miðstræti og sunnan Fótó. Sem ætti ekki vera of langt fyrir letingjana eða þá sem eiga erfitt með gang. Þannig að þetta er bara stormur í vatnsglasi hjá Bergi.
Ég stend líka með Bergi. Enda kaupi ég rándýrar kökur og gróft samlokubrauð (sem mér finnst reyndar ekki gróft)frá honum. Vegna þess að mér þykir þær langtum betra enn draslið sem kemur af landi.
Takk fyrir athugunarsemdina Grétar
Kveðja, Pálmi Freyr
E.S. hehe....er ég ungur maður????? Kannski er það vegna þess að ég reyni að hreyfa mig.
Pálmi Freyr Óskarsson, 19.6.2007 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.