Hvernig er það, ekki hægt að nota .....

...........leitarhunda? Allavega virðist tófur geta þefa kindurnar uppi. Og svo hvernig gengur landhelgisgæslunni að nota hitamyndavélina í Sif-þyrlunni?

 

Innlent | mbl | 13.9.2012 | 14:47 | Uppfært 15:11 Upplestur á frétt

Fjárleit gengur samkvæmt áætlun

„Leitin gengur samkvæmt áætlun. Mestallt féð sem við höfum fundið hefur verið lifandi, en reyndar fannst nokkuð af bæði lifandi og dauðu fé í Mývatnssveit í dag, það hafði fennt yfir það og þess hafði verið saknað síðan fyrir helgi," segir Sigurður Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík.

Hann segir erfitt að nefna nákvæmar tölur um fjölda þess fjár sem fundist hefur og þess sem enn er saknað.

Að sögn Sigurðar eru um 200 björgunarsveitarmenn af svæðinu við leit, auk íbúa á svæðinu og um 70 björgunarsveitarmanna af höfuðborgarsvæðinu. Sexhjól valt yfir einn leitarmannanna í morgun, en honum varð ekki meint af. 

 

„Þessi almannavarnaaðgerð heldur áfram í dag og við metum síðan stöðuna í kvöld. En það er ljóst að leitin á Þeistareykjasvæðinu mun taka lengri tíma, þetta er svo stórt svæði," segir Sigurður.

Tengdar fréttir - Óveður í september

Skiptir máli að hvíla féð

15:03 „Það skiptir máli að féð sé hvílt og það getur tekið allt að hálfan mánuð" segir Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík. Mikið af fé í nálægum sveitum kemur til slátrunar í stöðinni og gerir hann ráð fyrir að um 80 þúsundum verði slátrað á þessu hausti. Meira » Fleiri fréttir » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Leit samkvæmt áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband