Það virðist einhvað togast á hjá Veðurstofunni hvernig á skera endanlega úr um hvað er raunverulega metið. Þeir virðast treysta hélst á á lestur Veðurathugunarmanna á kvikasilfursloftvog á 3ja tíma fresti frekar enn hið unga kerfi sjálfvirka loftvoga (sjálfvirka veðurstöðva), sem skráðir allan sólarhringinn, enn skilar gögnum á klukkutímafresti. Sem skýtur skökku við þar sem sjálfvirkum veðurstöðvum mun fjölga enn Veðurathugunarmönnum hríðfækkandi. Þannig að metum sem Veðurstofan mun treysta á í framtíðinni fer ört fækkandi. Eins eru þeir ekki að treysta á vindmælana ef þeir eru nýlegir eins og í þessu tilviki Surtsey. Sem setti stöðvarmet í vindhviðu, enn þar sem hún er nýlega uppsett árið 2009(?) þá finnst Veðurstofa það ekki vera met. Mundu ykkur ekki finnast skrýtið ef einhver setur á legg nýja íþróttagrein, og met væru ekki skráð met fyrr enn eftir 7 ár?
Kvikasilfursloftvogarnar á Stórhöfða og Kirkjubæjarklaustur virðist vera að deila opinberalega metinu saman eins og er, 972,8 hpa.
Enn lægsti loftþrýstingur í júlímánuð á Íslandi á sjálfvirkum veðurstöðvum, er 972,4 hpa. á sjálfvirku loftvoginni á Stórhöfða.
Þess má líka geta að 10 mín. meðalvindur á Stórhöfða á laugardagskvöld var sennilega 3. mesti í júlímánuð. Og vindhviðan einhvað álíka. Enn vindhraði er skráður meiri árið 1963 og 1968. Enn þá var tæknin við að mæla vind ekkert sérstaklega góð. Allavega árið 1963.
Athugið vegna galla álestursskjás vindhraða á Stórhöfða fyrir Veðurathugunarmann og því sem sjálfvirki sendi svo sömu gögn. Þá er mesti 10 mín. meðalvindhraði á álestursskjá 31,4 m/s. enn ekki 30,9 m/s. Verst að maður er búinn að bíða í mörg ár að þetta sé lagað eða fá því úrskurða hvort er réttara.
Nýtt lágþrýstimet í júlímánuði
Meir en aldargamalt met fellur
23.7.2012
Sunnudaginn 22. júlí 2012 kom mjög djúp og víðáttumikil lægð upp að suðurströndinni. Þrýstingur í lægðarmiðju var óvenju lágur miðað við árstíma og um kvöldið mældist hann lægri heldur en áður er vitað um í júlímánuði.
Lágur þrýstingur
Lægsti þrýstingurinn mældist á sjálfvirku stöðinni á Stórhöfða í Vestmannaaeyjum, 972,4 hPa frá kl. 21:30 til 22:30. Á mönnuðu stöðinni á sama stað var lægst lesið í athugun kl. 21, 972,8 hPa. Á nokkrum sjálfvirkum stöðvum fór þrýstingur ámóta neðarlega. Í Grindavík kl. 18:10 (972,7 hPa), í Vestmannaeyjabæ kl. 21:30 til 22:40 (973,0 hPa), í Surtsey kl. 21:40 (972,7 hPa) og í Önundarhorni kl. 23:40 (972,6 hPa). Loftvog mældist 972,8 hPa á Kirkjubæjarklaustri kl. 3 aðfaranótt 23. júlí.
Allar tölurnar eru leiðréttar til sjávarmáls. Þar sem stöðvarnar á Stórhöfða eru í um 120 metra hæð er óvissa í þeirri leiðréttingu meiri heldur en á hinum stöðvunum. Þar til næsta kvörðun fer fram á sjálfvirku mælunum á stöðvunum telst lágþrýstimet júlímánaðar 972,8 hPa - mælt á Stórhöfða kl. 21, þann 22. júlí og á Kirkjubæjarklaustri kl. 3 þann 23. júlí.
Gamla metið var sett í Stykkishólmi þann 18. júlí 1901 og var 974,1 hPa, tvisvar síðar, þann 19. júlí 1923 varð þrýstingur ámóta lágur - einnig í Stykkishólmi og 11. júlí 1912 í Reykjavík. Hafa ætti í huga að á þessum árum var aðeins mælt þrisvar á dag. Þéttari mælingar hefðu e.t.v. skilað lítillega lægri þrýstitölum.
Hvassviðri
Talsvert hvassviðri fór á undan lægðinni nú en hvassast var um sólarhring áður en sjálf lægðarmiðjan kom að landinu. Vindhraðamet fyrir júlí voru sett á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem starfað hafa meira en fimm ár. Nýju 10-mínútna metin eru (tölur í m/s):
stöð | byrjar | metár | mán | dagur | klst | vindhr | NAFN |
6015 | 2002 | 2012 | 7 | 21 | 21 | 19,1 | Vestmannaeyjabær |
6017 | 2004 | 2012 | 7 | 21 | 21 | 30,9 | Stórhöfði sjálfvirk stöð |
6222 | 2000 | 2012 | 7 | 21 | 21 | 18,1 | Sámsstaðir |
6546 | 2005 | 2012 | 7 | 21 | 24 | 24,8 | Vatnsfell |
Og hviðumetin (m/s):
stöð | byrjar | metár | mán | dagur | klst | vindhr | NAFN |
2641 | 2005 | 2012 | 7 | 23 | 10 | 27,8 | Seljalandsdalur - skíðaskáli |
2642 | 1999 | 2012 | 7 | 22 | 3 | 26,8 | Ísafjörður sjálfvirk stöð |
6015 | 2002 | 2012 | 7 | 21 | 21 | 31,8 | Vestmannaeyjabær |
6546 | 2005 | 2012 | 7 | 21 | 23 | 33,3 | Vatnsfell |
Hviðumet fyrir júlí voru sett á tveimur vegagerðarstöðvum sem starfað hafa í meir en sjö ár:
stöð | byrjar | metár | mán | dagur | klst | vindhr | NAFN |
36127 | 2002 | 2012 | 7 | 21 | 21 | 39,5 | Hvammur |
36519 | 2002 | 2012 | 7 | 21 | 24 | 26,3 | Gullfoss |
Innlent | mbl | 23.7.2012 | 13:38 Upplestur á frétt
Nýtt lágþrýstimet í júlí
mbl.is/Kristinn
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir ljóst að gamalt lágþrýstimet júlímánaðar á Íslandi hafi verið slegið í gær. Gamla metið, sem var sett í Stykkishólmi árið 1901, var 974,1 hPa en nýja hafi verið á bilinu 972-973 hPa. Ekki er munurinn mikill - en samt," skrifar Trausti á bloggsíðu sína.
En í framhaldi af þessu vaknar sú spurning hversu langt niður loftþrýstingur getur farið niður í júlímánuði. Greiningar reiknimiðstöðva benda til þess að þrýstingur í þessari lægð hafi lægstur orðið um 966 hPa - en hún er nú farin að grynnast. Hún hefði auðvitað getað orðið svona djúp yfir íslenskri veðurstöð," skrifar Trausti ennfremur.
2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilinNýtt lágþrýstimet í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 23. júlí 2012 (breytt kl. 18:18) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.