Lægsti loftþrýstingur í Vestmannaeyjum/á Íslandi(?) 22.07.2012:
Stórhöfði 972,3 hpa. kl.22. (kvikasilfursmælir). Mjög óstaðfest að þetta sé endalegt met þar sem kvikasilfursmælingar eru fræmkvæmdar á 3ja klukkutíma fresti enn sjálfvirku klukkutíma fresti. Og því líklegt að sjálfvirki hefur vinninginn. Enn hinsvegar er búið að vera stillt veður og því ekki ólíklegt að skekkjumörkinn séu -0,1 minna á kvikasilfursmælinum enn sjálfvirka. Enn endanlega útskurður dæma Veðurfræðingarnir á V.Í. Þar sem Trausti Jónson er sennilega yfirdómari. Hinsvegar er alveg öruggt að 111 ára met Stykkilshólms um lægsta loftþrýsting í júlí á Íslandi er fallið. Og eins og er er mestar líkur á að það verði sjálfvirki loftvogsmælirinn sem hreppir hnóssið, 972,4. Enn það getur hugsanlega verið líka að það sé einhvað minna í nágrenni Vestmanneyjar.
Stórhöfði 972,8 hpa. kl.21. (kvikasilfursloftvog)(Einar Sveinbjörnsson Veðurfræðingur staðfestir að þetta sé metið)
Stórhöfði 972,4 hpa. kl.22. (sjálfvirki).
Vestm.bær 973,0 hpa kl.22.
Surtsey 972,8 hpa. kl.22.
Trausti Jónsson Veðurfræðingur um metið.
Mynd af loftvoginni meiga allir nota ef nafn mitt er nefnd (Pálmi Freyr Óskarsson).
(Loka)Uppfært kl.1:50.Innlent | mbl | 22.7.2012 | 11:52 | Uppfært 13:05 Upplestur á frétt
Fellur metið í kvöld?
Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. www.vedur.is
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að lægðin sem er að ganga yfir landið sé með þeim dýpstu sem sést hafi í júlímánuði. Hann telur líklegt að loftþrýstingsmetið, sem er frá árinu 1901, muni falla síðar í dag eða í kvöld.
Hann segir á bloggi sínu að hann hafi fylgst vel með lægðinni í gær, og að SA-strengurinn sem kom á undan skilunum hafi verið líkari því sem gerist í haustlægðum en að sumri til. Vindhraði hafi verið að jafnaði mun meiri í um 1.000-1.500 metra hæð en við yfirborð jarðar eða um 20-25 m/s á móti 8-12 m/s. Hins vegar hafi á stöku stað mælst hraðari vindur, einkum á sunnanverðu landinu, og nefnir hann að mesta vindhviðan hafi verið við Hvamm undir Eyjafjöllum þar sem vindhraðinn var um 40 m/s.
Einar veltir fyrir sér hverju sætir, og segir hugsanlegt að við þær aðstæður um miðsumar þegar tiltölulega hlýtt er við yfirborð og mjög hlýtt í miðlægum loftlögum nái vindur síður að slá sér niður til yfirborðsins en fljóti að mestu yfir landið. Hins vegar vanti reynslu á svona aðstæður að sumri til til þess að hægt sé að fullyrða um þetta.
Einar segir að lokum: Það breytir þó því ekki að lægðin er með þeim allra dýpstu sem sést hafa hér við land í háa herrans tíð í júlí (en þætti hins vegar ekkert merkileg um mánaðamótin ágúst/september). Afar líklegt má telja að loftþrýstingsmetið frá 1901 falli síðar í dag eða í kvöld. 974,1 hPa mælsist í Stykkishólmi 18. júlí það ár. Sennilega fer þrýstingur niður í 971-972 hPa á Stórhöfða eftir því sem lægðarmiðjan sjálf nálgast, en hún er aðeins farin að grynnast eftir að hafa náð mestu dýpt snemma í morgun."
1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilinFellur metið í kvöld? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Sunnudagur, 22. júlí 2012 (breytt 23.7.2012 kl. 02:14) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.