.....hafði ekki kjark í sig að alfriða svartfuglinn. Kannski var alfriðun á svartfuglinum harkaleg, og þó.
Enn er ekki kjarni málsins sem er alltaf að gleymast í þessu máli. Það er að komast að því hvað veldur því að fæðuframboðið sé skornu skammti. Finna t.d. út hvort maðurinn sé að veiða of mikið eða of lítið af ákveðnum fiskum. Enn samkvæmt greininni á mbl.is er það ekki nefnt að það sé verið að leggja áherslu á þá hlið máls hjá Umhverfisstofnun. Reyndar veit ég að Nattúrustofnun Suðlands ásamt einhverjum örðum séu að rannsaka það síðustu mánuðum á hraða snigilsins.
Innlent | mbl | 13.4.2012 | 21:22
Veiðitími svartfugla styttur
Svartfuglar í Papey. mbl.is/Ómar
Umhverfisráðherra hefur stytt veiðitímabil á fimm tegundum svartfugla í vor. Veiðar á álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu verða heimilar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor.
Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að með styttingu veiðitímans nú sé vonast til að dragi úr afföllum og álagi á stofna svartfugla á þeim tíma sem þeir nálgast land og fara að setjast upp í varpstöðvum.
Vegna hruns svartfuglastofna við Ísland óskaði umhverfisráðherra eftir tillögum starfshóps um viðbrögð við ástandinu. Meirihluti hópsins lagði til að sett yrði fimm ára bann við veiðum á fimm tegundum svartfugla vegna fækkunar í stofnum þeirra og viðkomubrests á stórum hluta landsins. Minnihlutinn vildi ganga skemur varðandi aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á svartfugla og hyggst ráðherra afla frekari ráðgjafar áður en ákvörðun er tekin um mögulegar frekari aðgerðir.
Í skýrslunni koma auk þess fram tillögur m.a. um styttingu veiðitíma að hausti, stækkun verndarsvæða við fuglabjörg og bætta skráningu á sjódrukknuðum fuglum í netum.
Ákveðið hefur verið að bæta vöktun allra svartfuglastofna á komandi árum og hefur umhverfisráðuneytið nú nýlega fengið tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands þar að lútandi. Ráðherra hefur að öðru leyti ekki tekið afstöðu til tillagna starfshópsins, en mun gera það tímanlega áður en veiðitímabil á að hefjast að nýju 1. september í haust.
Starfshópurinn lagði loks til að ákvæðum um hlunnindaveiðar utan hefðbundins veiðitíma yrði breytt til að auka heimildir ráðherra til reglusetningar þar ef þörf krefði. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir Alþingi.
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilinVeiðitími svartfugla styttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Greinilegt er af lýsingum kunnugra að átuskortur veldur viðkomubresti svartfugla og kríu a.m.k. Hungurdauði unga hefur verið staðfestur hvarvetna þar sem varp og uppeldi hefur misfarist.
Hvort ætli nú að sé líklegra að rýrt átuframboð nægi til að næra tíu þúsund unga eða milljón?
Engan bónda hef ég þekkt sem kæmi til hugar að setja allar gimbrar á vetur ef honum hefði ekki tekist að afla heyja að ráði. Það styrkist enginn dýrastofn nema að ungviði eigi aðgang að næringu. Það veit ég sem gamall bóndi og svartfuglaveiðmaður á snörufleka við Drangey fram til 1966.
Árni Gunnarsson, 13.4.2012 kl. 22:19
Árni hér erum við að komast í vandamál útaf makríl sem er ránfiskur og einnig útaf fjölgum hvala,sem er hægt að leysa með aukinni veiðum á þessum fyrr nefndu tegundum og það veit ég að Eyjamenn þekkja þetta best og hafa gert alla tíð og hagað veiðum eftir því.En Svandís Svavars kís frekar að ganga erinda ESB sem hafa ekki hundsvit á þessu eða hvað þá meira......
Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.4.2012 kl. 02:35
Ég hef nú reyndar enga trú á því að Svandís leiki tveim skjöldum í þessu máli fremur en öðrum. Hitt er ég efins um að hún hafi þann skilning á þessu máli sem nauðsynlegur er. Skilningur á mörgum mikilvægum málum sem snerta náttúruvernd og umgengni við lífríkið er ósköp grunnur hjá mörgum þeim sem ekki hafa kynnst af eigin raun því sem um er teflt.
Árni Gunnarsson, 16.4.2012 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.