Svokallað Þjóðhátíðarlag 2011
Jæja þá er svokallað Þjótíðarlag 2011 komið útúr skápnum hjá Páli Óskari. Og jújú ágætis EURO-techno. Sem þýðir einhæfur og margnotaður taktur sem er notaður aftur og aftur og aftur (ATH: Eurotechno er langeinfaldasta form Techno-ar og er spilað aðallega á sorpstöðvum eins og FM957 og Flass). Enda finnst mér ég vera búinn að heyra þetta lag margoft áður við fyrstu hlustun. Eina frumlega er byrjunin á laginu, sem hljómar eins og Ítölsk aría, enda heitir Þjóðhátíðarlagið Ítölsku nafni. Svo er það textinn við lagið. Hvað í andskotanum getur maður tengt lagið við Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Ekki neitt fyrir utan dalinn, sem getur verið hvaða dalur sem er. Í gömlu góðu dagana (nú tala ég eins og ég sé einhvað gamall) þá var textinn að segja manni hvað þjóðhátíð Vestmannaeyja sé, og notuð orð í textann sem maður gat tengt við hátíðina. Eins og Herjólsdalur, Fjósaklettur, brennan, varðeldurinn, tjörnin, hvítu tjöldin, lunda, brekkan, vín, ást o.s.f. Enn síðustu 10 árin eða síðan Lífið er yndislegt einhverhluta veginn gerði garðinn frægann sem Þjóðhátíðarlag 2001, þá hefur textinn gefið lítið úr sérstöðu Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Hinsvegar er textagerðinn við lagið La dolce vita mjög góð. Ætti frekar vera rappað enn sungið með euro-techno-takti. Kannski hugmynd fyrir fólk sem vil syngja lagið í tjöldunum, að rappa lagið frekar.La Dolce Vita. 2011
Nú er ég búinn ad gera mig sætan
Sjóðheitur ég verð ad mæta og upplifa
La Dolce Vita
Nú er ég búinn að reima skóna
til ad dansa i nótt við töfratóna í
La Dolce Vita
Aha
Ég segi það satt
hef unnið of mikið
svo ég á það skilið
að gleyma mér aðeins
og bilast í friði
med bjútifúl liði
Ef röðin er löng
og dalurinn hlaðinn
eg mæti á staðinn
því þegar ég dansa
er eins og ég svífi
ég er á lífi
Nú er ég búinn ad gera mig sætan
sjóðheitur eg verð að mæta og upplifa
La Dolce Vita
Nú er ég búinn að reima skóna
til ad dansa i nótt við töfratóna í
La Dolce Vita
Svo hvað viltu sjá?
Og Hvað viltu heyra?
Ma bjóða þér meira?
Að standa og þegja
er ömurleg iðja
þú þarft að biðja
Ég veit hvað ég vil
og næ líka í það
ég nenni ekki að bíða
í dag vil ég dansa
og nú kemur bassinn
hristu á þér rassinn
Nú er ég búinn að gera mig sætan....
Trúa, treysta, bara á það besta.
Trúa, treysta, bara á það bes Lag: Trausti Haraldsson Texti: Páll Óskar HjálmtýssonSkrifað 11.7.2011 kl. 13:40 af Pálma Frey
Nýtt stuðlag frá Páli Óskari kemur þér í stemningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 11. júlí 2011 (breytt kl. 14:45) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.