Laugardaginn 01. júní kl. 07.07
Knattspyrna
- Myndir úr ferðinni fylgir fréttinni - Knattspyrnumenn úr Eyjum kíktu í fjósið

Karlalið ÍBV mætti Víkingum á Ólafsvík í 5. umferð Pepsídeildarinnar um síðustu helgi. Uppskera ferðarinnar var reyndar ekki nema eitt stig en líklega hafa fleiri reiknað með þremur stigum í leikslok hjá ÍBV. En þrátt fyrir það var ferðin ævintýraleg hjá leikmönnum ÍBV. Eftir leikinn var komið við á bænum Syðri-Knarrartungu en miðvörðurinn sterki, Brynjar Gauti Guðjónsson, er alinn upp á bænum og búa foreldrar hans og systkini þar. Foreldrar Brynjars, þau Guðjón og Guðný, buðu hópnum í grillveislu og eins og sjá má á myndunum, fengu peyjarnir úr sjávarþorpinu að kíkja á sveitalífið.
MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 15.28
- Kári Vigfússon leitaði að húsnæði fyrir rekstur í miðbænum en keypti bíl

Kári Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Krárinnar við Bessastíg, er að færa út kvíarnar um þessar mundir. Hann hefur keypt matsölubíl þar sem hann mun bjóða upp á hina klassísku Hlöllabáta. Þetta er Eyjapeyinn, nefndur eftir Gústa skólabróður. Ég er Eyjapeyi, kominn til að meika það," eins og segir í laginu," sagði Kári í samtali við Eyjafréttir.
MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 14.29
:: Enn er hægt að tryggja sér miða.

Í kvöld í Höllinni fara fram rokktónleikarnir Skonrokk þar sem hljómsveitin Tyrkja-Gudda flytur alla helstu rokkslagara sögunnar ásamt bestu rokksöngvurum landsins. Hætt er að taka við borðapöntunum en enn er hægt að tryggja sér sæti.
"Forsalan er í Eymundsson til lokunar þar og hefst svo í Höllinni kl. 20.00, húsið opnar svo fyrir tónleikagesti kl. 21.00." sagði Bjarni Ólafur Hallarstjóri fullur tilhlökkunar fyrir kvöldinu. "Þetta verður svakalegt, alveg rafmögnuð stemning í hópnum fyrir kvöldinu."
MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 13.42

Þriðja ferð Herjólfs í dag, föstudag hefur verið felld niður. Fara átti frá Vestmannaeyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00. Ölduhæð við Landeyjahöfn klukkan 13:00 var 3,1 metri en athuga á klukkan 16:00 með fjórðu ferð dagsins.
MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 12.53
Sjómannadagshelgin 2013:

Sjómannadagshelgin í Vestmannaeyjum er fyrsti stóri viðburður sumarsins af fjölmörgum í Vestmannaeyjum og má segja að þessi ágæta hátíðishelgi marki upphaf sumarsins að einhverju leyti. Eins og áður er fjölmargt í boði fyrir Eyjaskeggja og gesti þeirra um helgina og má sjá dagskrá helgarinnar hér að neðan. Sjómannadagurinn er í raun þriggja daga hátíð í Vestmannaeyjum sem hófst eldsnemma í morgun með Sjómannagolfmóti.
MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 12.35
- Dala-Rafn og Glófaxi eignast útgerð Portlands með öllu

Í framhaldi af tilkynningu um að Vestmannaeyjabær hafi nýtt sér forkaupsrétt á dragnótaskipinu Portland VE, óskuðu tvö útgerðarfyrirtæki í bænum eftir viðræðum um að Vestmannaeyjabær myndi framselja kauptilboðið til sín. Það hefur nú gengið eftir en útgerðarfyrirtækin tvö, Dala-Rafn og Glófaxi eru bæði rótgróin fjölskyldufyrirtæki í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjaryfirvöldum.
MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 08.16
Sigurður VE 15:

Allt stefnir í að aflaskipið Sigurður VE verði selt í brotajárn til Danmerkur en samkvæmt heimildum Eyjafrétta er undirbúningur hafinn fyrir siglingu skipsins út. Í vikublaði Eyjafrétta er farið aðeins yfir glæsilega sögu skipsins en þar kemur fram að Sigurður VE var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur.
Meira 
Eldri fréttir
Fimmtudaginn 30. maí kl. 15.15
Fréttatilkynning:

Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í 12. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum.
Meira 
Eldri fréttir