Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

30.11.2012

Föstudaginn 30. nóvember kl. 21.15

Herjólfi seinkar úr viðgerð

- kemur væntanlega úr slipp um 10. desember

Herjólfi seinkar úr viðgerð (Mynd mbl.is Árni Sæberg)

Herjólfur mun ekki koma úr slipp fyrr en 10. desember að sögn Ólafs Williams Hands, upplýsingafulltrúa Eimskips.

Viðgerðin átti upphaflega að taka fimm til sex daga, en bakborðsstýri og -skrúfa skemmdust í óhappi við Landeyjahöfn á laugardag. Vinna við viðgerð á skrúfublöðum hafi m.a. reynst meiri en búist var við.

 

Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 17.26
Kiwanisklúbburinn Helgafell og Slysavarnadeildin Eykyndill:

Gáfu Björgunarfélaginu hitamyndavél

- Sala á jólasælgæti Kiwanismanna hefst í kvöld

Gáfu Björgunarfélaginu hitamyndavél Nú á dögunum tóku Kiwanisklúbb­urinn Helgafell og Slysavarna­deildin Eykyndill sig saman og styrktu Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á hitamyndavél að verðmæti 2,8 m.kr. sem verður sett í björgunarbátinn Þór. Myndavél af þessari tegund kemur sér mjög vel þegar leita þarf að fólki sem fallið hefur í sjóinn og er því mikilvægt að björgunarbátur í sjávarbyggð, eins og Vestmannaeyjar eru, hafi slíkan búnað. Einnig gerir þetta tæki Björgunarfélaginu kleift að sigla með sjúklinga í Landeyjahöfn í myrkri, eitthvað sem var erfitt áður fyrr. Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 15.44
Þórunn Sveinsdóttir VE :: Fékk á sig 30° slagsíðu í slæmu veðri:

Áhöfnin í flotgalla í varúðarskyni

- Hvorki skip né skipverjar í hættu - Voru að hífa úr festu þegar spilin slógu út

Áhöfnin í flotgalla í varúðarskyni Lítil hætta var á ferðum þegar Þórunn Sveinsdóttir VE fékk á sig um 30 gráðu slagsíðu þegar verið var að hífa trollin úr festu í tals­verðri brælu á miðunum út Vestfjörðum. Þetta gerðist mjög snöggt og fór mannskapurinn í flotgalla í varúðarskyni. Atvikið átti sér stað í síðasta túr. Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 14.31
1. deild karla í handbolta:

Mikilvægur leikur á morgun

- Víkingar koma í heimsókn - Eyjamenn geta komist upp í 2. sætið

Mikilvægur leikur á morgun Á morgun, laugardag klukkan 13:30 hefst leikur ÍBV og Víkings í 1. deild karla í handbolta.  Leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur, enda eru Víkingar í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki, á meðan ÍBV er í 3. sæti með 12 stig eftir 8 leiki.  Stjarnan er sem fyrr í efsta sæti með 15 stig eftir 9 leiki en með sigri á Víkingum, geta Eyjamenn komist upp fyrir gestina og haldið í við Stjörnuna. Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 14.28
Fótbolti.net:

Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni var ótrúlegur

- Segir enski knattspyrnumaðurinn James Hurst sem er ánægður með dvölina hjá ÍBV

Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni var ótrúlegur James Hurst sló í gegn í hægri bakverðinum hjá ÍBV sumarið 2010 þegar hann var í láni hjá félaginu frá Portsmouth.  Hurst, sem var þá 18 ára, var í láni hjá Eyjamönnum fram í ágúst en þá fékk West Bromwich Albion hann í sínar raðir frá Portsmouth.  Í byrjun janúar 2011 spilaði Hurst síðan sinn fyrsta og eina leik í ensku úrvalsdeildinni til þessa en hann lék þá allan leikinn í 3-0 tapi WBA gegn Fulham á Craven Cottage.   Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 14.05

Björgvin flytur inn Deep Purple

- Líka körfuboltaliðið Harlem Globetrotters

Björgvin flytur inn Deep Purple Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson, sem nú er búsettur í Noregi, ætlar að bjóða Íslendingum upp á stórtónleika næsta sumar með rokksveitinni Deep Purple.  Björgvin segir að sveitin eigi Íslandsmet í miðasölu og hafa þegar selt 22-24.000 miða í heildina.  Sveitin hefur því selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur erlend hljómsveit.  Björgvin segir jafnframt að þetta verði síðasta heimsókn sveitarinnar til Íslands. Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 13.13

Fundu lunda­pysju í nóvember

Fundu lunda­pysju í nóvember Þeim brá heldur betur í brún hjón­unum Magnúsi Benónýssyni og Elísu Elíasdóttur þegar þau voru á kvöldgöngu á Ráðhúströð. Þar fundu þau nefnilega lundapysju og það í lok nóvember. Eðli málsins samkvæmt var farið með pysjuna á Náttúrugripasafnið daginn eftir. Þá kom hins vegar í ljós að pysjan hafði ekki flogið úr holu á þessum árstíma, heldur sloppið frá fóstur­heimili sínu í næsta nágrenni. Meira Heimaslod

Eldri fréttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband