Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Vísir 07. jún. 2011 21:08
Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Mynd/ValliHjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar:
Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum.Þrír Þórsarar voru í agabanni í leiknum í kvöld eftir að hafa kíkt á skemmtanalífið og fengið sér í glas um síðustu helgi. Þetta voru Atli Jens Albertsson, Kristján Páll Hannesson og Jóhann Helgi Hannesson. Það munaði um minna fyrir Þór.
Í marki ÍBV stóð Guðjón Orri Sigurjónsson, í fjarveru Abels Dhairi, sem var fastur erlendis eins og Tonny Mawejje eftir landsleik með Úganda, og Alberts Sævarssonar sem er með gat á lunga. Arnór Eyvar Ólafsson var á miðjunni í fjarveru Tonny.
Leikurinn fór fjörlega af stað og Þórsarar byrjuðu betur. Ingi Freyr Hilmarsson fékk nægan tíma til að athafna sig vinstra megin á vellinum snemma leiks, hann átti flotta sendingu á David Disztl sem skoraði flott skallamark strax á fimmtu mínútu. Skallinn fór beint yfir Guðjón í markinu sem hefði ef til vill átt að gera betur.
Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og liðin skiptust á að sækja.
Eyjamenn tóku strax við sér og eftir þessa köldu vatnsgusu vökuðu þeir til lífsins. Vörn Þórsara var mjög óstöðug og maður hafði það alltaf á tilfinningunni að menn gerðu mistök, enda mistókst þeim að hreinsa frá, misstu af auðveldum sendingum og þar fram eftir götunum.
ÍBV gekk hinsvegar ekki nógu vel að reyna á vörn Þórsara. Heimamenn skoruðu mark sem dæmt var af, Gunnar skallaði hornspyrnu Atla inn, en Magnús Þórisson dæmdi aukaspyrnu. Umdeilt atvik og Þórsarar voru alls ekki sáttir með dóminn.
Eftir þetta sótti ÍBV í sig veðrið en Srjdan Rakjovic átti frábæran fyrri hálfleik í markinu. Hann varði nokkur góð færi og það nýttu Þórsarar sér.
Eftir skyndisókn átti Gunnar Már langa sendingu fram á Svein Elías sem spólaði sig í gegn, varnarmaður náði honum en Sveinn gerði vel og náði fínu skoti sem söng í netinu. Aftur er ef til vill hægt að setja spurningamerki við markmanninn. Skotið var á nærstöngina og virtist ekki vera fast.
Enn sótti ÍBV og liðið uppskar loksins mark. Ian Jeffs skoraði þá af stuttu færi eftir horn en það fékk ÍBV þegar Eiður átti skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Srjdan varði vel.
Eyjmenn sóttu áfram, bæði Tryggvi og Andri Ólafsson fengu færi en Srjdan sá við þeim.
Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Þór í fjörugum leik.
Þórsarar ætluðu greinilega að verja forskotið og spiluðu þétta vörn. Samt fengu þeir tvö færi í byrjun seinni hálfleiks áður en ÍBV hóf sóknarlotur sínar.
Srjdan varði áfram frábærlega, meðal annars glæsilegan skalla frá Rasmusi og Linta bjargaði einnig á síðustu stundu, frábær vörn þar þegar Eyjamenn voru í dauðafæri. Gísli Páll bjargaði á línu og Matt Garner skaut framhjá úr dauðafæri.
Eyjamenn sóttu án afláts síðustu mínúturnar en Srjdan var frábær, varði og greip vel inn í. Þórsarar töfðu leikinn vel og skynsamlega, fóru sér engu óðslega í kvöld. Þeir vildu einnig fá víti undir lokin og höfðu nokkuð til síns máls eftir bakhrindingu í teignum.
Þórsarar lönduðu sigrinum og mega þakka Srjdan fyrir. Hann var frábær en Eyjamenn naga sig í handarbökin fyrir að nýta ekki færin. Virkilega góður sigur Þórsara á ÍBV staðreynd.
Þór 2-1 ÍBV
1-0 (David Diztl (5).)
2-0 Sveinn Elías Jónsson (31.)
2-1 Ian Jeffs (37.)
Skot (á mark): 8 - 16 (4-10)
Varin skot: Srjdan 8 - 2 Guðjón
Horn: 5-14
Aukaspyrnur fengnar: 11 - 10
Rangstöður: 4-3
Áhorfendur: 765
Dómari: Magnús Þórisson 7
Þór (4-3-3):
Srdjan Rajkovic 8* Maður leiksins.
Gísli Páll Helgason 7
Þorsteinn Ingason 6
Janez Vrenko 6
Ingi Freyr Hilmarsson 7
Sveinn Elías Jónsson 7
(61. Sigurður Marínó Kristjánsson 6)
Aleksandar Linta 7
(77. Hallgrímur Már Hallgrímsson -)
Atli Sigurjónsson 6
Gunnar Már Guðmundsson 7
Ármann Pétur Ævarsson 6
David Disztl 7
(66. Pétur Heiðar Kristjánsson 6)
ÍBV (4-3-3):
Guðjón Orri Sigurjónsson 4
Kelvin Mellor 5
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6
Rasmus Christiansen 6
Matt Garner 5
Þórarinn Ingi Valdimarsson 6
Finnur Ólafsson 5
(77. Denis Sytnik -)
Arnór Eyvar Ólafsson 5
(65. Bryan Hughes 6)
Ian Jeffs 6
(77. Guðmundur Þórarinsson -)
Andri Ólafsson 6
Tryggvi Guðmundsson 6
7. Júní. 2011 kl.19.15 - Þórsvöllur
Opna i sér glugga » 08. Jún 13:17 | |||
'90 | Leik Lokið - Frábær sigur Þórsara staðreynd! Pressa ÍBV skilaði ekki marki. | ||
'82 | Sjaldséð en ágætt færi hjá Þór. Gunnar Már skýtur yfir úr teignum. | ||
'81 | Janez Vrenko fékk gult spjald | ||
'80 | Sytnik í ágætu færi en Srjdan ver. | ||
'80 | Tíu mínútur eftir, Stórsókn ÍBV hefur ekki borið árangur hingað til. | ||
'77 | Aleksandar Linta út / Alexander Már Hallgrímsson inn | ||
'77 | Ian David Jeffs út / Denis Sytnik inn | ||
'77 | Finnur Ólafsson út / Guðmundur Þórarinsson inn | ||
'76 | Fínt færi en Srjdan ver enn og aftur, nú frá Andra. | ||
'69 | Srdjan Rajkovic fékk gult spjald - Fyrir kjaft líka. | ||
'69 | Tryggvi Guðmundsson fékk gult spjald - Fyrir kjaft. | ||
'68 | Gunnar Már Guðmundsson fékk gult spjald | ||
'66 | David Disztl út / Pétur Heiðar Kristjánsson inn | ||
'66 | Finnur Ólafsson fékk gult spjald | ||
'65 | Arnór Eyvar Ólafsson út / Bryan Hughes inn | ||
'65 | Matt Garner í dauðafæri! Skyndilega einn í teignum en hann skaut framhjá. | ||
'64 | Þvílík markvarsla! Srjdan ver stórkostlega skalla frá Rasmus eftir horn. | ||
'61 | Sveinn Elías Jónsson út / Sigurður Marinó Kristjánsson inn | ||
'60 | Þvílík björgun! Linta tæklar Jeffs á síðustu stundu en Ian var kominn í dauðafæri. Arnór Eyvar átti svo skot framhjá ú ágætu færi. | ||
'53 | Stórsókn ÍBV og Þórsarar bjarga á línu! Áður varði Srjdan frá Arnóri Eyvar. | ||
'52 | David Disztl fær aukaspyrnu í teiginn en skallar yfir. Fínt færi. | ||
'50 | Dauðafæri! Gunnar Már einn á fjærstönginni, en Guðjón ver. Fínt færi. | ||
'50 | Eyjamenn hafa átt þrjár ömurlegar sendingar í upphafi seinni hálfleiks. Þeir þurfa að vanda sig betur. | ||
'48 | Eyjamenn byrja strax að sækja en Þórsarar verjast djúpt. Ég vona að þeir ætli ekki að pakka í vörn, það borgar sig varla gegn ÍBV. | ||
'46 | Seinni hálfleikur hafinn - Skora Eyjamenn fljótlega? Pakka Þórsarar í vörn? Spennandi seinni hálfleikur framundan. | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið - Fjörugum fyrri hálfleik lokið. | ||
'45 | Dauðafæri, Andri átti skot sem Srdjan varði vel. Fín sókn ÍBV. | ||
'42 | Sveinn Elías potar boltanum í burt eftir að það var dæmt. Eyjamenn vilja gult og þar með rautt, en Magnús gefur Sveini tiltal. Heppinn þarna? | ||
'37 | Tryggvi Guðmundsson gaf stoðsendingu - Þetta var sterkt hjá ÍBV. Tryggvi átti horn sem Þórsarar náðu ekki að hreinsa. | ||
'37 | Ian David Jeffs skoraði mark - Pot af stuttu færi eftir horn! | 2-1 | |
'36 | Eiður Aron skaut úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Srjdan varði vel. Flott varsla. | ||
'35 | Ágætt færi ÍBV, Arnór Eyvar skýtur framhjá. | ||
'33 | Skotið hjá Sveini var á nærstöngina og úr erfiðu færi. Vel gert hjá honum, en eins og ég sagði, átti markmaðurinn ekki að verja? Sjáum það í Pepsi-mörkunum klukkan 22.00. | ||
'31 | Gunnar Már Guðmundsson gaf stoðsendingu | ||
'31 | Sveinn Elías Jónsson skoraði mark - Flott mark eftir skyndisókn! Löng sending af hægri kantinn, Sveinn lék á varnarmann og skoraði. Aftur átti markmaðurinn ef til vill að gera betur. | 2-0 | |
'28 | Enn eru Þórsarar tæpir. Linta ætlaði að láta boltann fara en Þórarinn náði að pikka honum inn í teig, framhjá Srjdan. Þórsarar náðu að hreinsa. | ||
'24 | Sveinn Elías Jónsson fékk gult spjald - Um leið og hann stóð upp. Réttur dómur. Báðir halda áfram. | ||
'23 | Sveinn Elías keyrir í Guðjón markmann og báðir liggja óvígir eftir. Guðjón er staðinn upp en Sveinn liggur enn. | ||
'22 | Fín sókn ÍBV sem nú þyngist. Tryggvi skallaði að marki en Srdjan varði, sendingin var frá Mellor hægri bakverði. | ||
'20 | Ágætt færi ÍBV. Mellor átti skot sem Srjdan varði. | ||
'19 | Eyjamenn eru varla vaknaðir hérna. Þeir fengu hornspyrnu áðan sem ekkert varð úr og áttu eitt langskot sem skapaði enga hættu. | ||
'17 | Þórsarar skora aftur en markið er dæmt af! Gunnar Már skallaði hornspyrnu inn en Magnús Þórisson flautaði aukaspyrnu. | ||
'8 | Frábær byrjun hjá Þórsurum. Gott hjá Disztl að brjóta ísinn og glæsileg sending Inga Freys. Spurning hvort Guðjón markmaður hefði ekki átt að verja þetta. | ||
'5 | Ingi Freyr Hilmarsson gaf stoðsendingu | ||
'5 | David Disztl skoraði mark - Glæsilegt skallamark! Sending frá vinstri og flottur skalli yfir Guðjón í markinu af markteig. | 1-0 | |
'1 | Leikurinn hafinn - Þetta er farið af stað. | ||
'0 | Þórsarar eru við botn deildarinnar eins og flestir vita. ÍBV er aftur á móti í toppbaráttunni og liðin því að berjast á ólíkum vígstöðvum í kvöld. Þórsarar hafa talað mikið um heimavöllinn sinn og kallað hann vígi. Það kemur í ljós í kvöld hvort menn standi undir þessum orðum, eftir tap gegn Stjörnunni í eina heimaleiknum til þessa. | ||
'0 | Það er athyglisvert að þau lið sem eru hvað best mönnuð með markmenn, ÍBV og Fylkir(Fjalar Þorgeirsson og Bjarni Þórður Halldórsson) hafa þurft að nota þriðja markmanninn sinn í sumar. | ||
'0 | Hjá ÍBV eru Úgandamennirnir Abel Dhaira markmaður og Tonny Mawejje ekki í liðinu en þeir komust ekki til landsins í tæka tíð. Þeir voru að spila landsleik með Úganda. Þá er Albert Sævarsson með gat á lunga en Guðjón Orri Sigurjónsson er í markinu. Hann er þriðji markmaður ÍBV og er fæddur árið 1992. | ||
'0 | Það ber helst til tíðinda hér fyrir norðan úr herbúðum Þórsara að þar er þrír leikmenn í agabanni. Þeir ákváðu að skella sér á fyllerí, samkvæmt frétt Fótbolta.net í dag, og eru því ekki í hóp í dag. Þetta eru Atli Jens Albertsson, Kristján Páll Hannesson og Jóhann Helgi Hannesson. Þetta er auðvitað áfall fyrir Þór, sem þarf nauðsynlega að fara að girða sig í brók ef ekki á illa að fara. | ||
'0 | Hér á Akureyri er létt norðanátt en sól. Fínar aðstæður til að spila knattspyrnu. | ||
'0 | Boltavaktin er fyrir löngu mætt á Þórsvöllinn á Akureyri! Velkomin í beinu lýsinguna okkar! |
ðin:
- Þór
- 1 - Srdjan Rajkovic
- 2 - Gísli Páll Helgason
- 3 - Aleksandar Linta
- 4 - Gunnar Már Guðmundsson
- 6 - Ármann Pétur Ævarsson
- 7 - Atli Sigurjónsson
- 8 - Þorsteinn Ingason
- 10 - Sveinn Elías Jónsson
- 13 - Ingi Freyr Hilmarsson
- 15 - Janez Vrenko
- 17 - David Disztl
- Varamenn
- 11 - Ottó Hólm Reynisson
- 12 - Björn Hákon Sveinsson
- 19 - Sigurður Marinó Kristjánsson
- 20 - Baldvin Ólafsson
- 22 - Alexander Már Hallgrímsson
- 23 - Kristján Sigurólason
- 30 - Pétur Heiðar Kristjánsson
- ÍBV
- 3 - Matt Garner
- 4 - Finnur Ólafsson
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 18 - Kelvin Mellor
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 25 - Guðjón Orri Sigurjónsson
- 28 - Rasmus Christiansen
- 30 - Ian David Jeffs
- Varamenn
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 11 - Anton Bjarnason
- 12 - Halldór Páll Geirsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 21 - Denis Sytnik
- 27 - Bryan Hughes
- Dómarar
- Magnús Þórisson
- Gunnar Sv. Gunnarsson
- Sverrir Gunnar Pálmason
Aðgerðir
http://www.visir.is/umfjollun--srjdan-landadi-sigrinum/article/2011110609237
Dægurmál | Miðvikudagur, 8. júní 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þórsarar lögðu Eyjamenn
David Disztl fagnar eftir að hann kom Þórsurum yfir snemma leiks gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Skapti
Andri Yrkill Valsson, sport@mbl.isÞór sigraði ÍBV, 2:1, í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld og eru nýliðarnir þá komnir með 6 stig í deildinni en Eyjamönnum mistókst að komast í efsta sætið.
Mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Dávid Disztl og Sveinn Elías Jónsson komu Þór í 2:0 en Ian Jeffs minnkaði muninn fyrir Eyjamenn sem eru áfram með 13 stig.
Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson
Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi GuðmundssonVöllur: Þórsvöllur
Leikur hefst
7. júní 2011 19:15
Aðstæður
Dómari: Magnús Þórisson
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sverrir Gunnar Pálmason
90 | Leik lokið Frábær baráttusigur Þórsara staðreynd! | |
90 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá +1. Prjónaði sig inn á teiginn en skotið framhjá | |
90 | Leiktíminn runninn út. Óvíst hvað miklu er bætt við | |
88 | Gunnar Már var felldur á vítateig ÍBV, hefði alveg mátt dæma víti á þetta | |
87 | Rasmus Christiansen (ÍBV) á skot framhjá | |
86 | ÍBV fær hornspyrnu Nauðvörn hjá Þórsurum | |
86 | Þetta verða spennandi lokamínútur. ÍBV hefur öll völd á vellinum | |
84 | ÍBV fær hornspyrnu Rajkovic grípur boltann | |
83 | ÍBV fær hornspyrnu | |
83 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Enn er mikið klafs á teignum eftir hornspyrnu ÍBV. Nú barst boltinn á Þórarinn sem hitti þó ekki markið | |
82 | ÍBV fær hornspyrnu | |
82 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot framhjá | |
81 | Janez Vrenko (Þór) fær gult spjald Fyrir að tefja | |
80 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið Bryan Hughes með góðan bolta innfyrir vörn Þórs á Sytnik sem var í þröngu færi en náði þó fínu skoti sem Rajkovic varði vel | |
78 | ÍBV fær hornspyrnu | |
77 | Alexander Már Hallgrímsson (Þór) kemur inn á | |
77 | Aleksandar Linta (Þór) fer af velli | |
77 | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á | |
77 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
77 | Finnur Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
77 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli | |
76 | ÍBV fær hornspyrnu | |
76 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Boltinn barst til Andra á teignum sem var í þröngu færi og Rajkovic varði vel í horn | |
72 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Var í þröngu færi vinstra megin í teignum og skotið rataði ekki á markið | |
69 | Srdjan Rajkovic (Þór) fær gult spjald Fyrir kjaftbrúk | |
69 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir uppsafnað kjaftbrúk | |
68 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) fær gult spjald | |
66 | Finnur Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald | |
66 | Pétur Heiðar Kristjánsson (Þór) kemur inn á | |
66 | Dávid Disztl (Þór) fer af velli | |
65 | Bryan Hughes (ÍBV) á skot sem er varið Rajkovic náði ekki að halda boltanum en varnarmenn Þórs bjarga | |
64 | Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á | |
64 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
64 | Matt Garner (ÍBV) á skot framhjá Hann var aleinn vinstra megin í teignum en hitti ekki markið í upplögðu færi | |
63 | Rasmus Christiansen (ÍBV) á skalla sem er varinn Fín hornspyrna inn á teiginn og Rasmus nær góðum skalla á markið en Rajkovic varði meistaralega! | |
63 | ÍBV fær hornspyrnu | |
61 | Sigurður M. Kristjánsson (Þór) kemur inn á | |
61 | Sveinn Elías Jónsson (Þór) fer af velli | |
59 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Boltinn barst út í teiginn þar sem Arnór tók boltann á lofti en hitti ekki markið | |
54 | Kelvin Mellor (ÍBV) á skot framhjá Fín rispa upp hægri kantinn, kemst framhjá varnarmanni og á fínt skot rétt utan teigs sem ratar þó ekki á markið | |
53 | ÍBV fær hornspyrnu Rajkovic grípur boltann auðveldlega | |
52 | ÍBV fær hornspyrnu Fín hornspyrna inn á teiginn og eftir nokkurt klafs bjarga Þórsarar nánast á marklínu! | |
52 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Gott skot fyrir utan sem Rajkovic varði vel | |
51 | Dávid Disztl (Þór) á skalla sem fer framhjá Atli Sigurjónsson með fína aukaspyrnu beint á kollinn á Disztl sem nær ekki að hitta á markið | |
50 | Þór fær hornspyrnu | |
50 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið Fín sending inn á teiginn þar sem Gunnar Már er aleinn á stönginni en Guðjón Orri nær að pota boltanum í burtu á síðustu stundu. | |
46 | Leikur hafinn | |
45 | Hálfleikur Þá er kominn hálfleikur hér fyrir norðan. Leikurinn hefur verið stórskemmtilegur fyrir augað en þrátt fyrir fínar rispur geta Þórsarar talist heppnir að vera yfir | |
45 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá +1 | |
45 | ÍBV fær hornspyrnu +1 | |
45 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið +1. Ian Jeffs með frábæra sendingu á Andra sem var kominn einn í gegn en fyrirliðinn Þorsteinn Ingason bjargaði á síðustu stundu með stórbrotinni tæklingu | |
40 | Þór fær hornspyrnu | |
39 | ÍBV fær hornspyrnu | |
37 | MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar Fín hornspyrna Tryggva Guðmundssonar inn á teiginn og eftir mikið klafs á teignum nær Ian Jeffs að koma boltanum í netið | |
37 | ÍBV fær hornspyrnu | |
36 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot sem er varið Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigslínuna. Eiður Aron með fínt skot sem Rajkovic varði frábærlega í horn | |
34 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá | |
31 | MARK! Sveinn Elías Jónsson (Þór) skorar Þórsarar voru fljótir fram eftir hornspyrnu ÍBV. Gunnar Már hljóp upp hægri kantinn og sendi frábæra sendingu á Svein Elías sem var kominn í nokkuð þrönga stöðu en kláraði færið mjög vel. | |
30 | ÍBV fær hornspyrnu | |
27 | Atli Sigurjónsson (Þór) á skot framhjá | |
26 | Gestirnir sækja hart á óstöðuga vörn Þórs og hefur nokkrum sinnum mátt litlu muna að boltinn endi í netinu. | |
23 | Sveinn Elías Jónsson (Þór) fær gult spjald Sveinn Elías var alltof seinn og keyrir inn í Guðjón Orra í marki ÍBV sem var fyrir löngu búnn að ná valdi á boltanum. | |
21 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Tryggvi með ágætan skalla af markteig eftir fína fyrirgjöf en Rajkovic var vel á verði. | |
19 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Skot í þröngu færi sem Rajkovic varði út í teiginn og að lokum rann sóknin út í sandinn | |
16 | Eftir hornspyrnuna náði Gunnar Már Guðmundsson að koma boltanum í netið eftir nokkurt klafs í teignum en hann var dæmdur brotlegur og markið stendur því ekki. | |
16 | Þór fær hornspyrnu | |
15 | Þór fær hornspyrnu Gestirnir hreinsa afturfyrir | |
14 | Matt Garner (ÍBV) á skot sem er varið Aukaspyrna frá hægri kanti sem fer yfir alla í teignum og beint í fangið á Rajkovic í markinu. | |
13 | ÍBV fær hornspyrnu | |
13 | Eftir að Þórsarar komust yfir hefur leikurinn verið eign Eyjamanna. | |
5 | MARK! Dávid Disztl (Þór) skorar Góð pressa Þórsara í upphafi skilar marki! Ingi Freyr Hilmarsson átti fína sendingu af vinstri kanti beint á Disztl sem á lúmskan skalla yfir Guðjón Orra í markinu. | |
2 | Ármann Pétur Ævarsson (Þór) á skot framhjá | |
1 | Þór fær hornspyrnu | |
1 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið Guðjón Orri varði lúmskt skot Gunnars í horn | |
1 | Leikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og sækja í norðurátt að Þórsheimilinu | |
0 | Mikið hefur verið fjallað um meint agabrot hjá þremur leikmönnum Þórs en þeir Atli Jens Albertsson, Jóhann Helgi Hannesson og Kristján Páll Hannesson eru ekki í leikmannahópnum. Ekki geta meiðsli sett strik í reikninginn þar sem þeir eru þrír saman í léttri upphitun. | |
0 | Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi Guðmundsson | |
0 | Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson | |
0 | Einn og sami leikmaður hefur ekki oft gert 5 mörk í leik í efstu deild. Það gerðist þó í viðureign ÍBV og Þórs í Vestmannaeyjum árið 1994. Þá skoraði Sumarliði Árnason 5 mörk í 6:1 sigri Eyjamanna. | |
0 | Þór og ÍBV hafa mæst 18 sinnum í efstu deild frá 1977. ÍBV hefur unnið 9 af þessum leikjum en Þór aðeins 4. Þórsarar unnu báða leiki liðanna árið 1992 en eftir það hafa liðin gert 4 jafntefli og ÍBV unnið tvívegis í sex viðureignum. | |
0 | Þrjár síðustu viðureignir Þórs og ÍBV í efstu deild á Akureyri hafa endað með jafntefli. Síðast mættust liðin 2002 þegar Jóhann Þórhallsson, núverandi Fylkismaður, skoraði fyrir Þór en Tómas Ingi Tómasson, núverandi þjálfari HK, skoraði fyrir Eyjamenn og leikurinn endaði 1:1. | |
0 | ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki en Þórsarar eru í 11. og næstneðsta sæti með 3 stig eftir 5 leiki. Þór á enn til góða heimaleik gegn FH úr 5. umferðinni. |
Mörk
ÍBV - Ian Jeffs (37 mín.)Þór - Sveinn Elías Jónsson (31 mín.)
Þór - Dávid Disztl (5 mín.)
Áminningar
Janez Vrenko (Þór) (81 mín.)Srdjan Rajkovic (Þór) (69 mín.)
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) (69 mín.)
Gunnar Már Guðmundsson (Þór) (68 mín.)
Finnur Ólafsson (ÍBV) (66 mín.)
Sveinn Elías Jónsson (Þór) (23 mín.)
Skot á mark
ÍBV 11Þór 4
Skot framhjá
ÍBV 9Þór 4
Hornspyrnur
ÍBV 14Þór 5
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/06/07/thorsarar_logdu_eyjamenn/
Dægurmál | Miðvikudagur, 8. júní 2011 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)