Fyrsti snjórinn

 image_286

29. október kl. 08.19

 

Fyrsti snjórinn

 

 

Það voru líklega mörg ánægjubrosin á börnunum í Vestmannaeyjum í morgun enda kom fyrsti snjórinn rétt eftir miðnótt og var jörð alhvít í morgunsárið.  Hinir eldri hafa hins vegar margir hverjir blótað í hljóði enda beið þeirra að skafa bílrúðurnar áður en haldið var af stað.

 

Reyndar er hitastigið rétt yfir frostmarki nú um átta og því má jafnvel búast við að snjórinn hverfi þegar sólin fer að hita loftið. Þá er spáð hækkandi hita næstu daga, á morgun er spáð fjögurra gráðu hita og úrkomu þannig að það má búast við að snjórinn hafi stutta viðdvöl í þetta skiptið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband