28. október kl. 14.30 | ||||
| ||||
Fyrsta síldin kom til Vestmannaeyja í gær | ||||
Sighvatur Bjarnason VE landaði um 900 tonnum í Vinnslustöðinni | ||||
Fyrsta síld haustsins kom til Vestmannaeyja í gær með Sighvati Bjarnasyni VE-81. Skipið kom með rúm níu hundruð tonn sem fengust í þremur köstum á föstudaginn. Sighvatur fiskaði við Grundarfjörð. Jón Norðfjörð skipstjóri segir ferðina frá Grundarfirði til Eyja yfirleitt vera um fjórtán tíma stím. Sökum leiðindaveðurs hafi þeir hins vegar mátt sigla í sólarhring. En ég held það sé nú allt í lagi með fiskinn og við erum að taka hann upp núna. Hann segir undarlegt að sjá fiskinn langt inni í Grundarfirði, hann hafi veitt í mörg ár en ekki þarna. Þetta er ekkert venjulegt, ég hef aldrei séð hann áður svona inni í firðinum. Ég veit ekki til þess að menn hafi verið að veiða þarna fyrr en í fyrravetur. Þetta er einhver alveg ný staða," segir hann. Jón vill ekki giska á hverju sæti að síldin sé á þessum slóðum, en dettur helst í hug að hitastig sjávar hafi rekið hana þangað. En hún er svo skrýtin þessi síld, hún fer sínar eigin leiðir og tekur alls kyns útúrdúra!" Afli helgarinnar er, að mati Jóns, prýðisgóð millisíld. Hún er nú ekki stórsíld eins og sú norska, en þetta er svona 250 til 300 gramma síld." Já, við löndum og förum svo aftur að leita að síld. Ég veit ekki hvort við förum aftur til Grundarfjarðar en það er búið að spá góðu veðri þannig að við leitum líklega eitthvað í kringum Vestmannaeyjar líka." www.visir.is greindi frá |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.