28. september kl. 20.21 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1. deild | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Eyjamenn fögnuðu sigri en sitja eftir með sárt ennið | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið í 1. deild og sjá á eftir Fjölni, Þrótti og Grindavík upp þrátt fyrir að hafa lagt öll þessi lið að velli síðustu vikur. Eyjamenn unnu síðasta leik sinn í 1. deildinni með því að leggja Fjölni að velli, 4:3 í bráðskemmtilegum leik en það dugði ekki til því á sama tíma vann Þróttur Reyni Sandgerði 0:4. Eyjamenn enduðu því í fjórða sæti, aðeins einu stigi frá því að komast upp í úrvalsdeild.
Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti í rigningunni á Hásteinsvellinum og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik. Ingi Rafn Ingibergsson kom ÍBV yfir með laglegu marki á 6. mínútu og áfram hélt stórsókn ÍBV áfram. En upp úr þurru jöfnuðu gestirnir metin á 17. mínútu eftir klaufagang í vörn ÍBV. Atli Heimisson sá hins vegar til þess að ÍBV væri yfir í hálfleik þegar hann kom heimamönnum í 2:1 á 33. mínútu. Síðari hálfleikur var svo mun daufari framan af. Fjölnismenn jöfnuðu metin með glæsilegu langskoti á 59. mínútu. Og það var eins og Eyjamenn væru enn að jafna sig því aðeins mínútu síðar komust gestirnir yfir 2:3 eftir að vörn ÍBV opnaðist upp á gátt. En í stað þess að leggja árar í bát blésu Eyjamenn í lúðrana á ný og hófu að sækja af krafti. Fyrirliðinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði metin á 68. mínútu og Ian Jeffs innsiglaði svo sigur ÍBV fjórum mínútum síðar, lokatölur 4:3. Það er í raun grátlegt að ÍBV skuli ekki hafa komist upp í úrvalsdeild því spilamennska liðsins í síðari umferð Íslandsmótsins hefur verið með miklum ágætum og gott betur. Þannig misstigu Eyjamenn sig aðeins einu sinni og það nokkuð illa, gegn Leikni á heimavelli þegar þeir töpuðu 1:2 og segja má að úrvalsdeildarsætið hafi fokið um leið út um gluggann. En níu sigurleikir, eitt jafntefli og einn ósigur í seinni hlutanum er vel ásættanlegt og því hljóta menn að horfa á fyrri hluta mótsins sem sökudólg. Nú þurfa forráðamenn hins vegar að hefja undirbúningsvinnu fyrir næsta tímabil sem fyrst. Flestir leikmanna ÍBV eru með áframhaldandi samning en semja þarf við hina, m.a. Andra Ólafsson. Þá er Ian Jeffs samningsbundinn Örebro þar til eftir næsta tímabil í Svíþjóð. Sænska liðið skipti um þjálfara og sjálfsagt vill Jeffsy reyna fyrir sér hjá nýjum þjálfara í sænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur hins vegar skilað góðu verki fyrir ÍBV og óskandi ef hann yrði áfram. Heimir Hallgrímsson, þjáflari liðsins var að klára fyrsta árið af þriggja ára samningi og vonandi heldur hann áfram með liðið. Lokastaðan:
|
28. september kl. 19.14 | eyjar.net |
ÍBV ekki í úrvalsdeildinni að ári
-enduðu með 44 stig, 1 stigi eftir Þrótti sem fór upp um deild
Þá er fótboltasumarið á enda og það orðið staðreynd að ÍBV verður ekki í Landsbankadeildinni að ári. Það verða Grindavík, Fjölnir og Þróttur sem fara upp um deild.
ÍBV á Hásteinsvelli við Fjölnismenn sem voru fyrir leikinn öruggir upp um deild og því að litlu að keppa fyrir Fjölnismenn nema heiðurinn einn að vinna ÍBV á heimavelli| 28. september kl. 07.17 | eyjar.net |
28. september kl. 10.09 | ||
1. deild karla: | ||
Fjölnismenn mættir til Eyja | ||
| ||
Í dag klukkan 17.15 leikur ÍBV gegn Fjölni í síðasta leik 1. deildar en möguleiki á sæti í úrvalsdeild felst í sigri og að Reynir Sandgerði leggi Þrótt að velli. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma og lið verða því að mæta til leiks, ekki er möguleiki að fresta leiknum. Hins vegar er svarta þoka í Vestmannaeyjum eins og er en Fjölnismenn höfðu vaðið fyrir neðan sig og komu í gærkvöldi með Herjólfi og samkvæmt heimildum vefsins var einhver sjóveiki í hópnum.
Hins vegar er dómaraparið enn ekki komið og mun væntanlega koma með fyrri ferð Herjólfs í dag en ekki er útlit fyrir flug. Stuðningsmönnum ÍBV er boðið á leikinn en Glitnir og Fasteign sjá um að stuðningur við ÍBV liðið verður sem bestur. |
Eyjamenn ætla að fjölmenna á leik Reynis og Þróttar
Um hundrað stuðningsmenn ÍBV sem eru búsettir í Reykjavík ætla að fjölmenna á Sparisjóðsvöllinn í Sandgerði í dag og hvetja Reynismenn gegn Þrótti.
Á heimasíðu Sandgerðisbæjar er haft eftir Sverri Júlíusyni í stuðningsmannafélagi ÍBV í Eyjum að 100 manns hafi staðfest þátttöku sína og að tvær rútur muni fara með Eyjamenn á leikinn.
Þróttarar geta með stigi í leiknum tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni að ári og því ætla Eyjamenn að styðja Reynismenn í leiknum.
Á sama tíma í dag eða klukkan 17:15 mætir ÍBV liði Fjölnis í Eyjum en Eyjamenn eru þremur stigum á eftir Þrótti og þurfa því að leggja Fjölni og vona að Reynismenn vinni Þrótt.
27. september kl. 10.29 | eyjar.net |
Frítt á völlinn á morgun föstudag
ÍBV - Fjölnir kl 17:15
Á morgun föstudag er síðasti heimaleikur sumarsins hjá meistaraflokki ÍBV en það eru Fjölnismenn sem koma í heimsókna til eyja og leika liðin á Hásteinsvelli klukkan 17:15.Fyrr um daginn eða klukkan 15:00 er lokahóf yngri flokka ÍBV í knattspyrnu í Íþróttamiðstöðinni. Eftir lokahófið mun svo Þorkell Sigurjónsson taka fyrstu skóflustunguna að nýju knattspyrnuhúsi.
ÍBV á enn möguleika að komast upp í úrvalsdeild og verða þeir að sigra Fjölni á morgun og vona að Reynir Sandgerði sigri Þrótt. Mikilvægt er að eyjamenn fjölmenni á völlinn á morgun og ætla Glitnir og Fasteign að bjóða frítt á völlinn.
Styðjum strákana í þeirra síðasta heimaleik sumarsins.
ÁFRAM ÍBV
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.