Ómar Garðason spyr hvers við eigum að gjalda?

99a97230a58272565396c5177383bcb0_Arni-Matt

26. september kl. 18.59

Ómar Garðarsson skrifar:

Hvers eigum við að gjalda?

-Fagnar ályktun aðalfundar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja.

 
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra fundaði með útvegsbændum á þriðjudaginn þar sem hann skýrði málin. Hafdís Snorradóttir og Böðvar Jónsson með Árna.

„En einn skuggi hvílir yfir þessu öllu saman, það er aðför stjórnvalda að Vestmannaeyjum. Fréttir hafa bent á í mörg ár hvernig atvinna og tekjur hafa verið færðar héðan með handafli  í formi aflaheimilda sem hafa verið færðar öðrum án endur­gjalds,“ segir Ómar Garðarsson ritstjóri m.a. í grein sem hann kallar Vestmannaeyjar tækifærana. Er hann bjartsýnn á framtíðina en er ósáttur við handaflsaðgerðir í fiskveiðistjórnun.

Stundum hafa þessi skrif Frétta verið eins og rödd hróp­andans í eyðimörkinni, það var eins og öllum hafi staðið á sama, ekki síst stjórnmálamönnum, þegar lífsbjörgin var rifin af okkur.
  Það var því ákveðinn léttir, ­reyndar tregablandinn, þegar aðalfundur Útvegsbændafélags Vestmannaeyja sendi frá sér álykt­un þar sem bent var á að mótvægisaðgerðir ríkis­stjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorski eru aðeins dropi í hafið þegar horft er til fórna samfélagsins í Eyjum á undanförnum árum.


  Þar segir að á undanförnum sex árum hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir upp á 3,1 milljarð króna í formi byggðakvóta, línuívilnunar og ýmissa bóta, m.a. vegna brests í rækju og skelveiðum, útflutnings­álags (sem reyndar hefur verið fellt niður) og þróunarsjóðs­gjalds sem síðar varð að veiði­gjaldi.

 Nánar í Fréttum í grein sem Ómar kallar, Vestmannaeyjar tækifæranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband