Ingibjörg Arnardóttir í opnuviðtali Frétta

adae17c804235668c123f284815f9dcf_Ingibjorg-Arnarsdottir

26. september kl. 18.35

Ingibjörg Arnarsdóttir í opnuviðtali í Fréttum

Mikilvægt fyrir fólk að sjá að konur spila líka í efstu deild

 

 
Ingibjörg og fjölskylda.

Fyrr á þessu ári tók Frjáls verslun saman lista yfir hundrað áhrifamestu konur í íslensku viðskiptalífi. Ingibjörg Arnarsdóttir er ein þessara kvenna en hún starfaði í sex ár sem framkvæmdastjóri hjá Karli K. Karlssyni sem er ein stærsta heildverslun landsins.

 

Hún söðlaði um í sumar og starfar nú sem lánastjóri í höfuðstöðvum Glitnis. Ingibjörg er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Arnars Sighvatssonar frá Ási og Soffíu Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð. Hún er gift Ólafi Þór Gylfasyni og þau eiga tvö börn. 


Andrúmsloft uppbyggingar
Ingibjörg er fædd  1971 og var því aðeins um tveggja ára aldurinn þegar eldgos braust út á Heimaey. Það hlýtur því að hafa verið nokkuð sérstætt að alast upp í Eyjum á umbrotatímum eftir eldgosið og því liggur beinast við að spyrja fyrst um æskuárin í Eyjum.
 „Það var alveg frábært að alast upp í Eyjum og forréttindi í sjálfu sér. Við krakkarnir vorum mjög frjáls, eyjan hafði svo margt upp á að bjóða og íþróttalíf var öflugt þegar ég var stelpa. Ég æfði sund og líka frjálsar um tíma. Það var mikið félagslíf í kringum sundið og ég  kynntist fullt af krökkum sem voru að æfa uppi á landi. Enn í dag er ég að rekast á þetta fólk á förnum vegi. 
  Eftir á að hyggja finnst mér að sundið hafi verið góður undirbúningur fyrir lífið því það krefst aga og reglusemi að stunda íþróttir.


  Ég held að andrúmsloft uppbyggingar sem ríkti eftir gos hafi líka haft mikil áhrif á mig. Samheldnin og vinnusemin í samfélaginu kenndi mér margt. Mér finnst líka forréttindi að hafa fengið að taka þátt í atvinnulífinu eins ung og þá tíðkaðist. Þó svo það hljómi nú til dags eins og hálfgerð barnaþrælkun að láta 13 ára krakka vinna í fiski þá er það einhver besti skóli sem ég hef gengið í."

 

Nánar í Fréttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband