26. september kl. 16.18 | ||
Elliðaeyingar sjá um lundaballið í ár: | ||
Önnur lundaböll eins og upphitun fyrir ballið eina sanna | ||
-segir Ívar Atlason sem lofar hóflegu gríni þannig að enginn þurfi að rjúka út | ||
Nú nálgast Lundaballið sem er einn af stóru viðburðunum í Vestmannaeyjum. Lundaballið verður í Höllinni á laugardaginn þar sem verður mikið um dýrðir og stefnir í góða aðsókn. Nú er komið að Elliðaeyingum að standa fyrir Lundaballinu en sagan hefur sýnt að ekkert úteyjafélag stendur þeim á sporði þegar kemur að því að halda lundaball.
Fréttir tóku hús á Ívari Atlasyni, Elliðaeyingi, sem nú er að, nótt sem nýtan dag, við að undirbúa ballið sem á sér orðið áratuga hefð. Já, við skiptumst á að halda lundaböllin en hvert félag leggur til ákveðið magn af lunda, fer það eftir stærð eyjanna og venjan er að félagið, sem haldur ballið, leggur ríflega í púkkið," sagði Ívar.
|
Flokkur: Dægurmál | Fimmtudagur, 27. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.