Elliðaeyingar sjá um lundaballið í ár

b38378b9aa550eac4f4238a146fa0557_Ivar-Atla

26. september kl. 16.18

Elliðaeyingar sjá um lundaballið í ár:

Önnur lundaböll eins og upphitun fyrir ballið eina sanna

-segir Ívar Atlason sem lofar hóflegu gríni þannig að enginn þurfi að rjúka út

Önnur lundaböll eins og upphitun fyrir ballið eina sanna 

Nú nálgast Lundaballið sem er einn af stóru viðburðunum í Vestmanna­eyjum. Lundaballið verður í Höll­inni á laugardaginn þar sem verður mikið um dýrðir og stefnir í góða aðsókn. Nú er komið að Elliðaeyingum að standa fyrir Lundaballinu en sagan hefur sýnt að ekkert úteyjafélag stendur þeim á sporði þegar kemur að því að halda lundaball.

 

 

Fréttir tóku hús á Ívari Atlasyni, Elliðaeyingi, sem nú er að, nótt sem nýtan dag, við að undirbúa ballið sem á sér orðið áratuga hefð. „Já, við skiptumst á að halda lundaböllin en hvert félag leggur til ákveðið magn af lunda, fer það eftir stærð eyjanna og venjan er að félagið, sem haldur ballið, leggur ríflega í púkkið," sagði Ívar.


  Síðast héldu Elliðaeyingar ballið árið 2000 og Ívar segir að lundaböllin síðan hafi verið smá upphitun fyrir ballið í ár. „Lundaballið okkar er, eins og allir vita, stærsta og flottasta ballið enda Elliðaey   stærsta úteyjan. Aðrar eru bara smáeyjar og sker. Til að fólk átti sig á stærðinni þá eigum við Elliðaeyingar það sameiginlegt með San Francisco að þegar þú siglir þar inn er lítil eyja á hægri hönd. Hjá San Francisco er það Alcatras en á leiðinni út í Elliðaey er á hægri hönd er lítil eyja, Bjarnarey, sem sést ef skyggni er gott."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband