26. september kl. 15.31 | eyjar.net |
Vinnslustöðin hefur gerst aðili að yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar
Gefin hefur verið út yfirlýsing um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi. Að yfirlýsingunni standa aðilar í íslenskum sjávarútvegi; Sjávarútvegsráðuneytið, Hafrannsóknastofnunin, Fiskistofa og Fiskifélag Íslands.
Yfirlýsingin er liður í því að koma á framfæri upplýsingum um hvernig staðið er að fiskveiðum á Íslandi. Kröfur markaða um upplýsingar og staðfestingu á því að fiskur sé veiddur með ábyrgum hætti hafa aukist talsvert á undanförnum árum og er yfirlýsingin liður í að bregðast við því. Í yfirlýsingunni er farið yfir meginþætti íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis og hvernig íslensk fiskveiðistjórnun stuðlar að ábyrgum veiðum og sjálfbærri nýtingu fiskistofna.
Flokkur: Dægurmál | Fimmtudagur, 27. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.