| 26. september kl. 11.30 | eyjar.net |
Helstu verkefni lögreglu frá 17. til 24. september 2007.
Fjögur tilvik vegna brota á umferðarlögum
Lögreglan hafði í nógu að snúast í sl. viku og þá sérstaklega um helgina enda stóð þá yfir rannsókn á kæru vegna meintrar nauðgunar. Þegar hefur verið gerð grein fyrir því máli í fjölmiðlum.
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir á niðurfallsröri frá þakrennu við Brekastíg 1. Leikur grunur á að þarna hafi verið börn að leik.
Lögreglu var tilkynnt um að handtösku hafi verið stolið úr kvennaklefa Íþróttamiðstöðvarinnar um kvöldmatarleitið þann 18. sept. sl. Um er að ræða tösku úr svörtu gerfileðri, skreytta með stjörnum, krossum og tíglum. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hvar töskuna er að finna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Fjögur tilvik vegna brota á umferðarlögum kom til kasta lögreglu í sl. viku. Í tveimur tilvikum var um að ræða árekstur þar sem sá er tjóninu olli fór í burtu án þess að tilkynna um óhappið. Í fyrra tilvikinu var að ráð óhapp þann 18. sept. sl. á milli kl. 13:00 og 16:00 á bifreiðastæði við Framhaldsskólann. Seinna tilvikið var tilkynnt þann 21. sept. sl. en óljóst er hvar eða hvenær það átti sér stað.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 85 km/klst. á Dalavegi en þar er hámarkshraði 60 km/klst. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni en um var að ræða fjögurra bifreiða árekstur á Strembugötu þann 18. september sl. Þarna hafi bifreið verið ekið norður Strembugötu með þeim afleiðingum að hún lenti á bifreið sem var kyrrstæð við Höllina þannig að hún kastaðist fram og á aðra bifreið sem var kyrrstæð þar fyrir framan. Þriðja bifreiðin lenti síðan á fjórðu bifreiðinni, sem einnig var kyrrstæð. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en nokkðu tjón varð á bifreiðunum.
Flokkur: Dægurmál | Fimmtudagur, 27. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.