25. september kl. 17.48 | ||||
| ||||
Fyrsta skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi tekin á föstudag | ||||
Þorkell Sigurjónsson tekur fyrstu skóflustunguna ásamt 20 krökkum | ||||
Það verður sannkallaður hátíðisdagur hjá ÍBV-íþróttafélagi á föstudaginn en hápunkturinn er sjálfsagt fyrsta skóflustungan að nýju knattspyrnuhúsi en Þorkell Sigurjónsson, stuðningsmaður ÍBV númer eitt og mikill áhugamaður um húsið mun taka fyrstu skóflustunguna ásamt tuttugu iðkendum félagsins. Þá lokahóf yngri flokka fara fram fyrr um daginn, karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn og síðast en ekki síst verður lokahóf eldri flokka í Höllinni um kvöldið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem ÍBV birtir á heimasíðu sinni en fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan: N.k. föstudagur verður stór dagur í sögu ÍBV Íþróttafélags. Í fyrsta lagi verður lokahóf yngri flokka félagsins í knattspyrnu í sal 2 í Íþróttamiðstöðinni, hófið hefst kl.15.00. Strax að loknu hófinu kl. 16.30, mun verða tekin fyrsta skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi, sem rísa mun vestan við Týsheimili. |
Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 26. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.