25. september kl. 18.15 | ibv.is |
Bæjarstjórinn farinn að þjálfa hjá ÍBV
Bæjarstjórinn okkar, hann Elliði Vignisson verður aðstoðarmaður Unnar Sigmarsdóttur þjálfara 6.fl. drengja í vetur. Hann var hér áður fyrr öflugur handknattleiksmaður, þó ekki næði hann jafn langt í íþróttinni og yngri bróðirinn Svavar, sem enn er í fullu fjöri.
Elliði á auðvitað rétt á nokkrum launum fyrir starf sitt, eins og aðrir. Hann vill hins vegar láta þá upphæð renna til íþróttakrakka í yngstu flokkum, sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með, að komast í keppnisferðir með félögum sínum. Frábært framtak hjá Elliða, og til fyrirmyndar í íþróttastarfi.
Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 26. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.