N1-deildin: | ||
Garðbæingar of sterkir fyrir ÍBV | ||
Unnu sex marka sigur 31:37 | ||
Meistaraefnin í Stjörnunni reyndust ofjarlar ÍBV í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leikmenn ÍBV stóðu sig reyndar ágætlega á köflum en þess á milli fóru þeir afar illa með dauðafæri, klúðruðu m.a. fjórum vítaskotum og hefðu í raun getað veitt meiri mótspyrnu er raunin varð. Gestirnir gátu leyft sér að hvíla nokkra leikmenn þegar leið á leikinn en sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Lokatölur urðu 31:37 eftir að staðan í hálfleik var 11:18. Eins og áður sagði voru Garðbæingar einfaldlega of sterkir fyrir ÍBV og ljóst að liðið, sem er afar vel mannað, á alla möguleika á að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Eins og við var að búast mun ÍBV hins vegar berjast í neðri hluta deildarinnar, gegn Aftureldingu og Akureyri en hin liðin fimm virðast vera sterkari en þau þrjú. ÍBV hefur nú leikið þrjá leiki, þar af tvo heimaleiki og tapað þeim öllum en næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu á útivelli. Engu að síður áttu Eyjamenn ágæta spretti, breyttu m.a. stöðunni úr 17:26 í 21:26 en komust ekki lengra en það. Það er hins vegar hvimleitt á handboltaleikjum hversu áhrifamiklir dómarar eru. Þannig höfðu dómarar leiksins í kvöld, þeir Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson öll tök á því að láta leikinn fljóta vel enda langt í frá að vera slagsmálaleikur. Sextán brottvísanir í leiknum, átta á hvort lið er helmingi of mikið miðað við gang leiksins. Sumir brottrekstrarnir voru hreint óskiljanlegir og engu líkara en að slakir dómarar hafi einfaldlega ekki viljað hafa ákveðna leikmenn inni á vellinum. Vonandi sjáum við sem minnst af svona frammistöðu sem bitnaði eingöngu á leiknum og liðunum báðum. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 10, Sindri Haraldsson 7, Zilvinar Grieze 6, Nikolaj Kulikov 3, Grétar Eyþórsson 2, Eyþór Björgvinsson 2, Leifur Jóhannesson 1. |
25. september kl. 08.07 | ||
N1-deildin: | ||
Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í heimsókn í kvöld | ||
| ||
Í kvöld, klukkan 19.00 leikur karlalið ÍBV annan heimaleik sinn á Íslandsmótinu þegar Stjarnan kemur í heimsókn. Stjörnunni var fyrir tímabilið spáð sigri í N1-deildinni á meðan ÍBV var spáð neðsta sætinu og því mætti sjá fyrir sér að Golíat heimsæki Davíð. Eyjamenn voru í raun aðeins hársbreidd frá því að vinna Fram í fyrsta leiknum en ÍBV tapaði svo illa fyrir Haukum um helgina með sextán marka mun. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Eyjamenn náði að stríða Íslandsmeistaraefnunum úr Garðabænum í kvöld. |
tember kl. 06.03 | ibv.is |
Stjörnur í Eyjum.
Eyjamenn taka á móti stjörnum prýddu handknattleiksliði Garðbæinga á morgun í N1 deildinni. Leikurinn hefst kl. 19.00. Þar gefst Vestmannaeyingum tækifæri á að sjá liðið, sem spáð er falli annars vegar, og hins vegar liðið, sem spáð er Íslandsmeistaratitli.Handknattleiksunnendur eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja, og mæta í Íþróttahúsið. Leikurinn er mikill prófsteinn á ÍBV liðið, sem steinlá í síðasta leik gegn Haukum. Það er eitthvað, sem strákarnir okkar vilja ekki að endurtaki sig.
Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 26. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.