24. september kl. 16.21 | ||
Nýr samningur um flug til Eyja: | ||
Þrjár ferðir á dag yfir sumarið | ||
-og aukaferð á föstudögum | ||
Gert er ráð fyrir þremur flugferðum á dag, fimm til sex daga vikunnar yfir sumartímann, milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, í nýjum samningi Vegagerðarinnar og Flugfélags Íslands, sem nú er í burðarliðnum. Núgildandi samningur um flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja rennur út í lok október og nýr samningur tekur gildi frá og með 1. nóvember.
Þá mun nýr samningur ennfremur gera ráð fyrir þremur ferðum á föstudögum allt árið og standa vonir til að það fyrirkomulag taki gildi strax með nýjum samningi, hinn 1. nóvember. Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, markaðsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar, hefur af hálfu bæjarins einnig verið farið fram á að flugáætlun verði breytt, til dæmis þannig að farið yrði af stað fyrr á morgnana, og er það mál til vinnslu. |
Flokkur: Dægurmál | Þriðjudagur, 25. september 2007 (breytt kl. 01:16) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.