Vestmannaeyjarbær efnir til sammkeppni um hönnun á menningahúsi

d7bb7c38b1eb4ff553ad660c18a28cf3_menningarhus_stadur 

24. september kl. 15.21

Vestmannaeyjabær:

Samkeppni um hönnun menningarhúss

 

 
Ráðgert er að nýtt menningarhús rísi við núverandi Safnahús í Vestmannaeyjum

Ráðgert er að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um hönnun menningarhúss í Vestmannaeyjum, sem rísa mun á lóðinni milli Safnahússins og Alþýðuhússins. Stýrihópur á vegum bæjarins og menntamálaráðuneytisins sem vinnur að málinu telur að rekstri nýs menningarhúss verði best fyrir komið í tengslum við rekstur Safnahússins.

Jafnframt verður rekstur Safnahússins tekinn til gagngerrar endurskoðunar. Vinna stendur nú yfir við að skilgreina þá menningar- og safnastarfsemi sem fara á fram í húsunum og áætla stærð væntanlegs menningarhúss með hliðsjón af því.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að í þessum efnum verði ekki tjaldað til einnar nætur; menningarhús verði að endurspegla metnað og kraft og þá virðingu sem Vestmannaeyingar beri fyrir sögunni og sérkennum Eyjanna, bæði náttúru og mannlífs. Nánar er fjallað um málið í viðtali við Elliða sem birtist í Vaktinni síðastliðinn föstudag og hægt er að lesa hér á www.sudurland.is/eyjafrettir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband