24. september kl. 19.01 | mbl.is |
Gunnar Heiðar skoraði í 2:0-sigri Vålerenga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrir norska liðið Vålerenga í 2:0-sigri liðsins gegn Fredrikstad í lokaleik 21. umferðar úrvalsdeildarinnar í Noregi. Gunnar skoraði á 10. mínútu með skoti af stuttu færi en fyrra markið skoraði Dan Thomassen eftir aðeins 48 sekúndur.
Þetta er fyrsta markið sem Gunnar skorar fyrir Vålerenga frá því hann var lánaður til félagsins frá Hannover í Þýskalandi. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Garðar Jóhannsson kom ekki við sögu í liði Fredrikstad í leiknum Vålerenga er í 7. sæti deildarinnar með 30 stig, 15 stigum á eftir Brann, sem er í efsta sæti. Fredrikstad er í 8. sæti með 29 stig.
Flokkur: Dægurmál | Þriðjudagur, 25. september 2007 (breytt kl. 01:16) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.