Getraunastarfið hafið
Þáttökugjald er kr 5.000
Jæja góðir hálsar þá er getraunastarfið hafið og fór fyrsta vika í hópaleik haustsins fram um helgina og var árangur þokkalegur. Eftir fyrstu vikuna þykir liðið Pint of Foster's líklegast til að standa uppi sem sigurvegari, en það er en langt og strangt getraunahaust framundan og því getur ýmiselgt gerst. Spilaðar verða 12 vikur og mega menn þurrka út 2 verstu vikurnar, svona til að halda haus segja þeir er þessu stjórna. Menn geta þess vegna en skráð sig til leiks en missi þá bara út eina röð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig til leiks. Þátttökugjald er kr. 5.000.Stefnt er á að hafa opið næst komandi föstudag bæði fyrir leik ÍBV og Fjölnis og eins í hálfleik, en svo opnar að sjálfsögðu klukkan 10 á laugardagsmorgunin og þá geta menn komið og hlustað á viskubrunninn Örn Hilmis valta yfir hvern þann sem ekki segir að Arsenal sé yfirburðalið.
og svo þetta:
Leikurinn verður að flestu leiti með hefðbundnu sniði, en eftir miklar vangaveltur höfum við
ákveðið að hafa leikinn í 12 vikur (líkur 8.des 2007) og telja 10 bestu vikurnar, þannig að
þó að eitthvað klikki hjá typpurum þá geta þeir huggað sig við að geta hent út tveimur lökum vikum.
Vinningar verða eftirfarandi:
1.sæti 40% af innkomu hópaleiksins
2.sæti 25% af innkomu hópaleiksins
3.sæti 15% af innkomu hópaleiksins
Stöðuna verður svo að finna undir linknum fótbolti á forsíðu og svo þar undir er annar hnappur er á stendur Getraunir 900
Hægt er að sjá stöðuna á ibv.is
Nú, ekki hef ég tippað mjög lengi. Og efast ég geri það núna...
Flokkur: Dægurmál | Þriðjudagur, 25. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.