Lundaballið nálgast

d9ee4a1203de7740e7e618c6e8c6fd66_lundaball

23. september kl. 21.06

 

Lundaballið nálgast

 

 

Þrátt fyrir að lundaveiði hafi ekki verið með besta móti sumar, veiðimenn hafi haft háfinn sinn í bóli, meira eða minna allan lundaveiðitímann, verður ekki slegið slöku við á lundaballinu. Það verður haldið um næstu helgi í Höllinni. Að þessu sinni eru það Elliðaeyingar sem sjá um ballið.

 

Úteyjarfélögin sjö, halda lundaballið til skiptist og er farið eftir nöfnum eyjanna í stafrófsröð. Á síðasta ári stóð Veiðifélag Brandsins fyrir lundaballinu, nú er röðin sem sagt komin að stærstu eynni, Elliðaey. Eyjafrettir hafa spurnir af geysimiklum undirbúningi Elliðaeyinga, þar verður ekkert til sparað að gera þessa miklu hátíð sem glæsilegasta og að sjálfsögðu þá bestu frá upphafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband