16 marka tap hjá m.fl. ÍBV í handbolta

b617b489eb934b69b5298f53245382c7_ibv_2007_2008

22. september kl. 19.34

N1-deildin:

Sextán marka tap á Ásvöllum

 

 

Eyjamenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Haukum í dag en eins og áður sagði er að finna þrjá Eyjamenn í liði Hauka, sem svo sannarlega væri gott að hafa í "rétta" liðinu í vetur.  Lokatölur leiksins urðu 37:21, eða sextán marka tap hjá ÍBV í öðrum leik liðsins.  Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Nikolaj Kulikov, rússneski línumaðurinn sem lék sinn fyrsta leik með ÍBV og fyrirliðinn Sigurður Bragason með fimm mörk hvor.

Önnur úrslit dagsins í N1-deildinni voru: Afturelding-HK 24:28, Akureyri-Fram 26:30.

Næsti leikur ÍBV er næstkomandi þriðjudag þegar liðið tekur á móti stórliði Stjörnunnar og hefst leikurinn klukkan 19.00.

Staðan:
1. Haukar 2 2 0 0 60:41 4
2. Fram 2 2 0 0 62:55 4
3. Stjarnan 2 2 0 0 53:47 4
4. HK 2 1 0 1 53:50 2
5. Akureyri 2 1 0 1 55:53 2
6. Valur 2 0 0 2 42:50 0
7. Afturelding 2 0 0 2 47:57 0
8. ÍBV 2 0 0 2 50:69 0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband