Vestmannaeyjahöfn uppbygging og framkvæmdir í heila öld

50f419c8fb9706d39112be556052bf3f_vestmannaeyjar_hofn

22. september kl. 12.55 | vaktin.net |

Vestmannaeyjahöfn uppbygging og framkvæmdir í heila öld

Í gær var haldin á Kaffi kró hátíðarfundur hjá Framkvæmda- og hafnarráði í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjahafnar. Vestmannaeyjahöfn hefur verið til frá landnámstíma en elsti hluti Vestmannaeyjahafnar er 100 ára um þessar mundir, það er Bæjarbryggjan sem tekin var í notkun 1907, bryggjan var stækkuð 1911 og var komin í þá mynd sem við þekkjum hana í dag árið 1925, eins og áður hefur verið greint frá á vaktin.net er verið að endurgera bryggjuna núna.

Aðrar bryggjur sem komnar voru fyrir Bæjarbryggjuna s.s. Edinborgarbryggja og Stokhellubryggja eru horfnar og búið að byggja yfir þær, þannig að elsti sýnilegi hluti hafnarinnar er 100 ára.
 
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir fulltrúi í Framkvæmda- og hafnarráði skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni, en hún er eina konan í ráðinu.
 
Arnar Sigurmundsson formaður Framkvæmdar- og hafnarráðs tók á móti gestum á hátíðarfundinn, hann flutti erindi um höfnina og með ræðu hans voru sýndar myndir með. Arnar sagði að brýnasta mál hafnarinnar nú væri uppbygging Skipalyftunar og stórskipahöfn því næsta kynslóð skipa kæmust ekki inn í Vestmannaeyjahöfn eins og hún er í dag.
 
Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri kom í heimsókn til Eyja og var á hátíðarfundinum, hann færði Arnari gamlar teikningar af Vestmannaeyjahöfn, frá þeim tímum er verið var að byggja hafnargarðana.
 
Elliði Vignisson bæjarstjóri flutti erindi, hann sagði að höfnin væri í raun aldrei tilbúin og væri alltaf að þróast. Hann tók undir Arnars um að brýnustu verkefni Vestmannaeyjahafnar væru uppbygging Skipalyftunar og stórskipahöfn.
 
Í dag er viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn um 2100 metrar, sem gera um 50 sm. á hvern íbúa Vestmannaeyjabæjar.

Mynd og texti: Óskar P. Friðriksson

Mynd tekin úr flugvél Flugfélags Vestmannaeyja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband