| 23. september kl. 11.25 | ibv.is |
Körfubolti
Nóg að gerast
-Yngri flokkarnir kepptu við Flúðir
Um helgina voru æfinga / vináttuleikir við UMFH sem eru frá Flúðum. Komu hingað 17 leikmenn og 2 þjálfarar. Voru þetta kurteisir krakkar og nokkrir efnilegir í þeirra herbúðum en þar má helst nefna 2 leikmenn 10.flokks en það eru stelpur sem spiluðu með strákunum. Stóðu þær sig mjög vel og eiga framtíðina fyrir sér.
Föstudagur:
Minnibolti: ÍBV - UMFH 86-27 (45-12)
Góður leikur hjá öllum leikmönnum ÍBV þar sem allir spiluðu mikið og nánast allir náðu að skora. Voru þeir að spila við sjö minnibolta stráka og fimm úr 7.flokk hjá Hrunamönnum. Virtist það engu breyta og var góð stemmning í hópnum.
Stigaskor: Siggi 18, Aron V 16, Kristberg 16, Geir 12, Haffi 8, Ársæll 4, Lalli 4, Tryggvi 4, Devon 2, Kristján 2
8.flokkur ÍBV - 10.flokkur UMFH 20-42 (6-27)
Okkar leikmenn voru frekar smeykir við tvo stærri leikmenn Hrunamanna og vantaði bókstaflega kjark og alla baráttu. Boltinn gekk illa á milli manna, tókum léleg skot og vorum ragir í öllum aðgerðum. Skánaði þetta þó aðeins í seinni hálfleik og þá helst þegar þeir settu stóru leikmenn sína á bekkinn. Sigrún spilaði best hjá okkur og var eini leikmaðurinn með lífsmarki allan leikinn.
Stigaskor: Sigrún 4, Tómas 4, Bryngeir 3, Halldór 3, Árni 2, Sindri 2, Jói 2.
9.flokkur ÍBV - 10.flokkur ÍBV 37-48 (17-24)
Jafnræði með liðunum en í lið 10.flokks vantaði þá Óla, Kristján og Ársæl. Hjá 9.flokk stóð Blómi sig best og Hlynur byrjaði leikinn vel en í liði 10.flokks var Teitur að hitta vel.
Stigaskor: Blómi 18, Hlynur 9, Erlingur 6, Daði 2, Ari 1, Alex 1, Gulli 0. - Teitur 27, Heiðar 8, Guffi 8, Einar 3, Hjálmar 2, Teddi 0.
Laugardagur:
Minnibolti yngri ÍBV - Minnibolti UMFH 51-24 (27-14)
Glæsilegur sigur og var það leikgleðin sem var mjög áberandi. Í okkar herbúðum voru einnig tveir peyjar í 2. og 3.bekk og stóðu þeir sig vel eins og allir leikmenn liðsins. Hefði sigurinn getað verið mun stærri ef við hefðum nýtt stuttu skotin betur og vandað sendingarnar en það kemur bara næst. Núna er bara um að gera að mæta vel á æfingar og æfa enn betur og hlusta vel. Eins og áður sagði voru allir leikmenn liðsins duglegir og stóðu sig vel en ég verð þó að nefna Devon Már sem er nýbyrjaður að æfa en hann stal hátt í 20 boltum (er það alls ekki ýkt) og það í einum og sama leiknum! Geri aðrir betur! Einnig stóð Viktoría sig mjög vel en hún er aðeins ein af örfáum stelpum sem æfir körfu hjá okkur.
Stigaskor: Ársæll 14, Devon 13, Kristján 8, Arnar Geir 6, Viktoría 4, Benjamín 4, Ólafur 2.
9. og 10.flokkur: ÍBV - UMFH 45-24 (20-15)
Að mæta í leik og vera fyrirfram búinn að vinna hann er ekki gott. Að halda að maður þurfi ekki að taka á því og hafa fyrir hlutunum er rangt! Þannig voru okkar leikmenn mættir til leiks í þennan leik en þeir voru fyrirfram búnir að vinna og héldu að þeir gætu bara leikið sér og fíflast allan leikinn og unnið þannig. Var þetta jafn leikur í fyrri hálfleik vegna kæruleysis og var algjört metnaðarleysi hjá okkar liði. Breyttist það aðeins í seinni hálfleik en Alex og Hlynur sýndu góð tilþrif og börðust eins og ljón og sigurinn 21 stigs munur. Þurfa leikmenn að sparka fast í rassinn á sjálfum sér og líta í eigin barm og breyta hugsunarháttinum frá a-ö. Ef við ætlum að komast í A riðil í báðum flokkunum þá þurfa menn að opna augun og fara taka almennilega á því - sama við hvaða lið við erum að spila. Það vantar ekki hæfileikana en eins og áður segir þá kemur þetta ekki að sjálfu sér.
Stigaskor: Alexander 16, Hlynur 9, Heiðar 4, Erlingur 4, Daði 4, Elvar 2, Einar 2, Guffi 2, Teitur 2.
Minnibolti ÍBV - 7.flokkur UMFH 74-40 (34-20)
Í liði Hrunamanna voru eins og í leiknum í gær blanda af minnibolta og 7.flokk en í dag bættist við einn drengur úr 9.flokknum hjá þeim. Breytti það ekki miklu fyrir okkur þó svo að jafnræði hafi verið með liðunum til að byrja með en við höfðum bara gott af því. Hittnin var þokkaleg og sáust nokkur góð tilþrif hjá báðum liðum. Góður sigur og gaman að sjá peyjana á vellinum.
Stigaskor: Aron 20, Siggi 13, Geir 12, Valli 10, Kristberg 6, Tryggvi 5, Haffi 4, Devon 2, Kristján 2.
8.flokkur ÍBV - Minnibolti ÍBV 45-30 (24-18) (aukaleikur)
Aukaleikur þar sem spilað var á stærri körfunum og voru einungis spilaðir 3 leikhlutar. Nokkuð jafn leikur á köflum en 8.flokkurinn vann eðlilega enda mun stærri og líkamlega sterkari. Fengu allir að spila og var ágætis barátta. Í minniboltann vantaði Haffa, Geir og Aron spilaði lítið.
Stigaskor: Gísli 11, Halldór 10, Jón Þór 6, Sindri 6, Jói 4, Bryngeir 4, Árni 4. Tómas 0, Sigrún 0. - Kristberg 8, Valli 5, Devon 5, Siggi 4, Ársæll 4, Tryggvi 2, Aron 2, Lalli 0, Kristján 0.
Hægt er að fylgjast með körfunni á ibv.is/karfa
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 24. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.