Upptökustudíó að opna í Vestmannaeyjum

m

e7b9504113fff0e7fef4022bb340c2d8_studio

22. september kl. 19.09 | eyjar.net |

Upptökustúdíó að opna í Vestmannaeyjum

-Frumkvöðlastarfsemi á hæsta stigi

Nýlega festi ljósa- og hljóðkerfaleigan Span kaup á fasteign í Vestmannaeyjum með þeim tilgangi að opna hér fullkomið upptökuver (stúdíó), www.eyjar.net er að sjálfsögðu komið í málið og mun birta viðtal við þessa frumkvöðla sem standa að þessu krefjandi verkefni.

Upptökuverið mun án efa vera vítamínsprauta fyrir tónlistarfólk í Vestmannaeyjum og gefa þeim fjölmörgu efnilegu tónlistamönnum sem koma frá Eyjum tækifæri til að koma sínu efni á frekara framfæri.

Árni Óli Ólafsson er framkvæmdastjóri ljósa -og hljóðkerfaleigunni Span og mun viðtal við hann birtast snemma mánudagsmorguns á eyjar.net

Eyjar.net finnst þetta frábært og lofsvert framtak og vonar svo sannarlega að þetta gangi upp hjá þeim.

Hvað finnst þér um málið ? Segðu okkur þína skoðun á spjallinu okkar .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband