21. september kl. 06.35 | eyjar.net |
Eigum að geta slegið þetta lið út
-Segir Gunnar Heiðar í viðtali við gras.is
Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður Valerenga kom inná sem varamaður í Evrópuleiknum við Austria Vín í kvöld en var þetta fyrrileikurinn sem fór fram í Austurríki. Gras.is sló á þráðinn til Gunnars eftir leikinn og er hann bjartsýn að sitt lið geti farið áfram þrátt fyrir 2-0 tap.
,, Við vorum ekkert að skapa okkur í fyrrihálfleik en komum mun sterkari til leiks í þeim seinni og vorum óheppnir að ná ekki að skora. Við lendum 1-0 undir í hálfleik og svo fá þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig í seinnihálfleik, þegar einn leikmanna þeirra lætur sig detta á ótrúlega hátt en þessi skoski dómari ætti að vita betur. Þeir taka þessa aukaspyrnu sem fer í vegginn og Árni Gautur kominn í hitt hornið. Svona skítamark eins og maður segir.
Ég tel að það hafi ekki verið nein munur á þessum liðum og við eigum að geta náð þessu heima í Noregi. Ég sjálfur er allur að koma til og hef leikið núna þrjá leiki og ég er farinn að þekkja inná strákanna og þeir á mig. Ég er farinn að finna mig betur og betur en þetta tekur tíma en ég er mjög bjartsýn fyrir seinnileikinn og við eigum að geta slegið þetta lið út," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í samtali við Gras.is .
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 24. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.