20. september kl. 11.26 | ||
| ||
Bændaglíman 2007 á laugardag | ||
| ||
Þessir eitt sinn stórefnilegu piltar en nú stórbændur hafa ákveðið af mikilli hógværð að gefa kost á sér sem bændur GV árið 2007. Þegar þeir á annað borð gáfu færi á sér í þennan leik alþýðumanna voru þeir klárlega þeir einu sem til greina komu enda hlaðnir miklum kostum. Sérstaklega eru það miklir golf- og leiðtogahæfileikar sem leitað var eftir og þar eru þeir félagar í yfirburða stöðu.
Þeir félagar óska því eftir nætveru þinni ágæti golfari næstkomandi laugardag og er mæting í golfskála kl. 13.30. þar sem þeir stórbændur munu velja lið sín. Þeir hafa af stórmennsku sinni ákveðið að innheimta aðeins krónur 2000 í jarðarskatt (flatarskatt) af keppendum sínum að fornum sið. Það lið sem mun lúta í gras mun þurfa að ganga beina í veislu að leik loknum. Skráning er á vefsíðu golf.is eða hjá bústýrunni að Torfmýrarvegi, þar eða í síma 481-2363. Fréttatilkynning |
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 21. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.