| 17. september kl. 17.01 | vaktin.net |
Útivistarsvæði við Íþróttamiðstöðina
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja nýtt útivistarsvæði við Íþróttamiðstöð með það fyrir augum að hægt verði að taka slíka aðstöðu í gagnið 1. júní vorið 2008.Tillögum og kostnaðaráætlun skal skila til bæjarráðs eigi síðar en 15. desember 2007 og skulu þær taka mið af skýrslu starfshóps MTV dagsettri 28. des 2004. Eins og þar kemur fram skal horft til þess að framkvæmdin endurspegli náttúru og menningu Vestmannaeyja og gagnist sérstaklega börnum og barnafjölskyldum og verði eftirsótt af heimafólki jafnt sem ferðamönnum.
17. september kl. 17.03 | vaktin.net |
Knattspyrnuhús árið 2008
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008.
Í samræmi við skýrslu MTV dagsettri 28. ágúst ber að reisa húsið vestan við Týsheimilið og nýta aðstöðu sem þar er svo sem salerni og sturtur. Bæjarstjórn telur ennfremur að í samræmi við skýrsluna skuli horft til byggingar sambærilegri þeirri, sem verið er að byggja í Grindavík hvað varðar aðstöðu, stærð og efnisval (varanlegt efni) en kostnaður vegna þess húss er um 210 milljónir.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um möguleika á byggingu knattspyrnuhússins, þar sem Vestmannaeyjabær verði leigutaki og bera slíkt tilboð saman við aðrar leiðir við fjármögnun. Samhliða því verði gengið til samninga við ÍBV - íþróttafélag um rekstur hússins og þátttöku félagsins í húsaleigukostnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði."
Flokkur: Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.