17. september kl. 23.40 | ||||
| ||||
Margrét Lára skoraði þrennu þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn | ||||
Eyjastúlkan skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum | ||||
Valur tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en lykillinn að sigri Vals í sumar er án efa frábær spilamennska Eyjastúlkunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét gerði sér lítið fyrir og bætti eigið markamet í Íslandsmótinu um fjögur mörk, skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum. Valur burstaði Þór/KA í kvöld 10:0 og skoraði Margrét þrennu í leiknum. Margrét hefur auk þess verið duglega að leggja upp mörk fyrir félaga sína og í heild hefur hún átt frábært tímabil. Hún er klárlega besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í sumar og auk þess markahæst þannig að segja má að tímabilið sé fullkomið hjá þessari frábæru knattspyrnukonu. |
Flokkur: Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.