Sigurður Ari Skoraði tíu mörk í fyrsta leik þegar Elverum vann Bodo

17. september kl. 23.33

 

Sigurður Ari skoraði tíu mörk í fyrsta leik

Elverum vann Bodö

 

Sigurður Ari Stefánsson byrjaði leiktímabilið hjá norska handknattleiksliðið Elverum af miklum krafti þegar liðið lagði Bodö á útivelli 31:33 í norsku úrvalsdeildinni á laugardag. Sigurður Ari gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum og var markahæstur Elverum.

Hjá liðinu eru einnig þeir Ingimundur Ingimundarson og Samúel Ívar Árnason, sem eitt sinn lék með ÍBV og þjálfari liðsins er Axel Stefánsson. Næsti leikur Elverum er á sunnudaginn gegn Sandefjord á heimavelli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband