Hvalasmölun gekk vel

17. september kl. 14.27 | sudurland.is |

Hvalasmölun gekk vel

Hvalirnir búnir að vera fastir í 2 sólarhringa

morgun hófust björgunaraðgerðir í höfninni en þar höfðu tveir hvalir verið fastir síðustu tvo sólarhringa. Kallað var til björgunarbátsins Þórs auk Lóðsins, hafnsögubátsins í Vestmannaeyjum og auk þess tóku fimm aðrir smábátar þátt í aðgerðinni. Smölunin hófst rétt fyrir níu í morgun og um hálf ellefu syntu hvalirnir út úr hafnarmynninu.

Fjöldi manns fylgdist með aðgerðunum, m.a. nokkuð stór hópur skólabarna og virðist því lítið hafa farið fyrir skólastarfi í morgun, sem eðlilegt er. Aðgerðin var í heild mjög vel heppnuð, erfiðast var að koma dýrunum af stað úr Pyttinum, eða innst í höfninni. En um leið og dýrin tóku rétta stefnu þurfti einungis að stýra þeim í rétta átt. Tvívegis stoppuðu þeir á leiðinni út, annars vegar þar sem Herjólfur leggur að bryggju og hins vegar við Skanssvæðið en að lokum tókst að stýra dýrunum í rétta átt og út úr höfninni.

17. september kl. 14.45 | vaktin.net |

Hvölunum smalað úr höfninni

Nú í morgun var farið í það að koma hvölunum tveimur sem verið hafa í Vestmannaeyjahöfn um helgina, út úr höfninni. Menn höfðu áhyggjur af því að þeir gætu drepist ef þeir fengju ekki frelsi aftur. Til þess að smala þeim úr höfninni voru notaðir fimm bátar, en þeir eru hafnsögubáturinn Lóðsinn, björgunarbáturinn Þór, trillurnar Marvin, Ystiklettur og Lubba.

Bátarnir keyrðu skrúfur sínar hratt fram og aftur þar til að hvalirnir fóru af stað, það gekk treglega fyrst og virtust hvalirnir hafa gaman af rótinu sem skrúfurnar framkölluðu, en svo létu þeir undan og syntu af stað. Ekki syntu þeir beint út heldur fóru þeir skrykkjótt út. Til þess að komast út úr höfninni þarf að fara norður fyrir suður hafnargarðinn, en hvalirnir fóru alveg innst við garðinn þar sem Stafkirkjan er, engu líkara en þeir vildu fara í kirkju áður en þeir færu, en á endanum fóru þeir út úr höfninni og syntu frjálsir á vit ævintýranna.
 
Margir komu niður á höfn til þess að fylgjast með þegar hvalirnir voru að fara, tam. voru allir nemendur úr 6. 7. og 8. bekkjum Barnaskóla Vestmannaeyja gefið frí frá kennslu til þess að fylgjast með.

Texti: Óskar P. Friðriksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband