14. september kl. 15.07 | vaktin.net |
Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir röntgentæknir stjórnaði tækjum og tólum og allt gekk vel með myndatöku Þorkels, næst kom Valgerður og vel gekk með hana, en auk myndatökunnar þurfti að sprauta litarefni inn í hana þegar myndirnar voru teknar.
Nýtt tölvusnið myndtæki
Í gærmorgun var tekið í notkun tölvusnið myndatæki hjá Heilbrigðis stofnun Vestmannaeyja, tveir sjúklingar voru mættir til myndatöku í tækinu.Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir röntgentæknir stjórnaði tækjum og tólum og allt gekk vel með myndatöku Þorkels, næst kom Valgerður og vel gekk með hana, en auk myndatökunnar þurfti að sprauta litarefni inn í hana þegar myndirnar voru teknar.
Tölvusnið myndatækið er beintengt til Reykjavíkur og þar eru röntgenlænknar sem lesa úr myndunum, fyrsta bráðabirgða niðurstaða kom úr Reykjavík 1 klst. eftir að myndirnar voru teknar af Valgerði.
Læknar hér í Eyjum geta lesið úr myndunum t.d. ef um beinbrot er að ræða, en í flóknari myndatökum er lesið úr myndunum í Reykjavík.
Í báðum þessum myndatökum hefðu sjúklingar orðið að fara til Reykjavíkur til myndatöku hefði þetta tæki ekki verið á staðnum, þetta tæki er góð viðbót fyrir sjúkrahúsið og á eftir að vera mikill sparnaður fyrir íbúa þessa byggðarlags.
Flokkur: Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.