2 hvalir í Vestmannaeyjahöfn


 

 

| 16. september kl. 18.29 | visir.is |

Hvalir vekja athygli í Vestmannaeyjahöfn

Óvanalegrar hvalagengdar hefur orðið vart í höfninni í Vestmannaeyjum. Tvær ólíkar hvalategundir virðast hafa tekið sér bólfestu um stund í innsta hluta hafnarinnar. Hvalirnir hafa vakið mikla athygli hjá bæjarbúum og hefur fjöldi manna lagt leið sína niður á bryggju.

Bæði er það að sjá tvær hvalategundir í þetta nánu samfélagi og svo hitt að önnur tegundin er væntanlega djúpsjávarhvalur sem getur kafað álíka djúpt og búrhvalur en hin tegunin er skíðishvalur sem lifir á grunnsævi.

Fólk safnaðist saman á bryggjunni til þess að skoða og mynda hvalina, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til slíkra hluta.

Menn telja líklegustu skýringuna þá að hvalirnir hafi lennt í hafvillum og villst inn í höfnina, en það mætti líka spyrja hvort þessa hvalagengd megi túlka sem jákvætt merki varðandi marslið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband