Þórlindur Kjartansson nýkjörinn formaður SUS

| 16. september kl. 19.22 | mbl.is |

Þórlindur Kjartansson nýkjörinn formaður SUS

Eyjamaðurinn Skapti Örn Ólafsson var kosinn í stjórn fyrir suðurkjördæmi.

Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna með 90,5 prósent atkvæða á sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna á Seyðisfirði í dag. Alls greiddu 171 ungir sjálfstæðismenn atkvæði á þinginu og hlaut Þórlindur 152 atkvæði.

Teitur Björn Einarsson var kjörinn fyrsti varaformaður og hlaut hann 129 atkvæði.

Sjálfkjörið var í öll stjórnarsæti. 26 taka sæti í stjórn og 15 í varastjórn. Þá var í gær samþykkt sú breyting á lögum S.u.s. að formenn kjördæmasamtaka, eða fulltrúar stjórna þeirra, hafa sæti í stjórn sambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband