Staðbundinn veðurspá úr Brandinum

| 16. september kl. 08.01 | eyjar.net |

Staðbundinn veðurspá úr Brandinum

- veðrið í úteyjum við Heimaey

Engin þjóð er eins upptekin af veðri og sú íslenska og á mörgum heimilum má heyra saumnál detta þegar veðurfréttir eru í sjónvarpi eða útvarpi. Stórhöfði í Vestmannaeyjum er líklega sú veðurstöð á Íslandi og þó víðar væri leitað sem fær hvað flesta metra á sekúndu í gegnum sitt kerfi.

En Norðmenn hafa líka áhuga á veðri og eru þeir búnir að útbúa staðbundnar veðurspár fyrir 7 milljónir punkta í heiminum og eru Vestmannaeyjar og Surtsey eru að sjálfsögðu meðal þessara punkta.

En það eru staðir í Vestmannaeyjum þar sem veðráttan er mikið til umræðu enda veðrið helsti áhrifavaldur á veiði. En það eru úteyjarnar við Vestmannaeyjar. Nú er hægt að sjá staðbundna veðurspá t.d. fyrir Brandinn, Bjarnarey, Elliðaey, Suðurey og Hellisey.

En Norðmönnum þótti ekki taka því að gefa upp staðbundna spá fyrir Álsey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband