Hnefaleikafélagið fær aðstöðu í Félagsheimilinu

15. september kl. 05.46 | eyjar.net |

Hnefaleikafélagið fær aðstöðu í Félagsheimilinu

Hnefaleikafélag Vestmannaeyja hefur fengið framtíðar húsnæði undir æfingar sínar en félagið hefur verið á "götunni" undanfarna mánuði eftir að það missti síðasta æfingarhúsnæði. Hnefaleikafélagið hefur nú fengið til afnota aðstöðu á efstu hæð í Félagsheimilinu.

Hnefaleikafélagið er ungt en öflugt félag og mun þessi nýja aðstaða þeirra efla félagið til muna. Félagið fékk að gjöf frá Guðmundi Arasyni og fjölskyldu æfingahring og annan útbúnað til iðkunar á hnefaleikum en Guðmundur var búsettur í Vestmannaeyjum sem krakki. Guðmundur var Íslandsmeistari í hnefaleikum 1943 og keppti meðal annars við margfaldan ólympíumeistara í hnefaleikum.

Sæþór Ólafur Pétursson varð Íslandsmeistari í hnefaleikum á síðasta ári og varð hann valinn Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum 2006. Þessi árangur Sæþór er frábær þegar litið er á þá umgjörð og aðstöðu sem hnefaleikafélagið hafði til umráða á síðasta ári.

Æfingar í hjá hnefaleikafélaginu verða alla daga nema föstudaga frá 17:00 - 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir, bæði stelpur og strákar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband