14. september kl. 12.58 | visir.is |
Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu
Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.Þá telur stjórnin ennfremur að lítil sem engin velta sé með hlutabréf í félaginu og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Vegna beins og óbeins kostnaðar sem félagið beri vegna skráningar hluta þess á
skipulagðan verðbréfamarkað þjóni hún því litlum tilgangi fyrir
hluthafa félagsins.
Eyjamenn, sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fer fyrir á um fimmtíu prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni en Stilla, félag í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi, á um 32 prósent í félaginu.
Flokkur: Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.