15. september kl. 05.00 | ruv.is |
Vill afnema veiðigjald af útgerðum
Elliði Vignisson í Vestmannaeyjum vill afnema veiðileyfagjald af útgerðum. Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða um 120 milljónir á ári í veiðileyfagjald. Hann segir það ekki rétt af ríkisstjórninni að lofa einhverjum mótvægisaðgerðum og innheimta á sama tíma sértækan skatt af sjávarútvegsfyrirtækjum.Elliði segir að hagkerfi Vestmannaeyja verði fyrir 3,6 milljarða króna tapi vegna niðurskurðar á þorskvóta.
Mótvægisaðgerðir ríkissjórnarinnar skili sveitarfélaginu á milli 40 og 50 milljónum króna. Elliði segist ánægður með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar eins og þau snúa að sveitarfélaginu og telur þær vita á gott.
Flokkur: Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.