13. september kl. 15.04 | ||||
Nýjum Dala-Rafni VE 508 hleypt af stokkunum og gefið nafn: | ||||
Sá fimmti með sama nafni | ||||
-en fyrsta nýsmíði útgerðarinnar - Tilbúinn fyrir áramót | ||||
Nýju skipi Þórðar Rafns Sigurðssonar og Ingu Eymundsdóttur, Dala-Rafni VE 508, var gefið nafn á föstudaginn. Þetta gerðist í kjölfar þess að báturinn var sjósettur í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi þar sem hann var smíðaður. Þetta er fjórði báturinn sömu gerðar sem þarna er smíðaður og sá þriðji sem Eyjamenn láta smíða fyrir sig.
Það kom í hlut Ingu að brjóta kampavínsflöskuna á byrðingi skipsins um leið og hún gaf því nafnið Dala-Rafn VE. Smíði Dala-Rafns gengur vel og áætlað er að hann komi til Eyja um miðjan desember. Skipið er byggt eftir sömu teikningu og Vestmannaey VE og Bergey VE sem komu fyrr á þessu ári og hafa reynst vel. |
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 07:00) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.