Nýr Dala-Rafn VE 508 sjósettur í Pollandi á dögunum

13. september kl. 15.04

Nýjum Dala-Rafni VE 508 hleypt af stokkunum og gefið nafn:

Sá fimmti með sama nafni

-en fyrsta nýsmíði útgerðarinnar - Tilbúinn fyrir áramót

 
Dala Rafn sjósettur.

Nýju skipi Þórðar Rafns Sigurðssonar og Ingu Eymunds­dóttur,  Dala-Rafni VE 508,  var gefið nafn á föstudaginn. Þetta gerðist í kjölfar þess að báturinn var sjósettur í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi þar sem hann var smíðaður. Þetta er fjórði báturinn sömu gerðar sem þarna er smíðaður og sá þriðji sem Eyjamenn láta smíða fyrir sig.

 

Það kom í hlut Ingu að brjóta kampavínsflöskuna á byrðingi skipsins um leið og hún gaf því nafnið Dala-Rafn VE. Smíði Dala-Rafns gengur vel og áætlað er að hann komi til Eyja um miðj­an desember. Skipið er byggt eftir sömu teikningu og Vest­mannaey VE og Bergey VE sem komu fyrr á þessu ári og hafa reynst vel.
„Þetta fimmti báturinn sem við eignumst með þessu nafni en sá fyrsti sem við látum smíða fyrir okkur," sagði Þórður Rafn í samtali við Fréttir.
  „Það er alveg meiriháttar að upplifa þetta og ekki skemmir fyrir að fjölskyldan var við­stödd þegar báturinn var sjósettur. Smíðin gengur betur fyrir sig en ætlað var og Brost, sem margir Eyjamenn þekkja og stýrir smíðinni, lofaði að hann verði tilbúinn 8. desember. Það er reyndar háð því að ekki standi á tækjum en samkvæmt samningi á hann ekki að afhendast fyrr en í janúar til febrúar á næsta ári."
  Dala-Rafn er systurskip Vest­mannaeyjar og Bergeyjar og segir Þórður Rafn að litlu sé breytt, aðeins þegar í ljós hafi komið atriði sem mátti lagfæra. Hann er 29 metra langur og 10,4 metrar á breidd.
  Skipstjóri er Eyþór Þórðarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband