13. september kl. 14.47 | |
Ég held að best sé að gera eins og FH-ingar, segir Magnús Bragason á bloggsíðu sinni | |
Lána Eyjamenn út og suður og geta svo kallað þá heim | |
- svo er bannað vera að vera á móti | |
"Ég kíkti inn á bloggið hjá Kjartani Vídó áðan. Góður strákur Kjartan enda af góðu fólki kominn. Ég hefði viljað sjá hann halda áfram í handboltanum, hann var mikið efni", segir Magnús Bragason. "Kjartan segir þannig frá sjálfum sér að hann sé "Eyjamaður í húð og hár". En hann býr ekki hérna. Hvenær byrjar maður á að vera Eyjamaður og hvenær hættir maður því? Er þetta eitthvað, sem maður ákveður sjálfur. Verðum við svaka Eyjamenn, þegar við verðum öll flutt til Reykjavíkur".
Ég held að það sé best að gera þetta eins og FH ingarnir gera. Þú ert í FH og svo lána þeir mann út og suður, en geta alltaf kallað mann heim, ef þeir þurfa. Og þér er bannað að vera á móti FH. Ekki það að ég veit að Kjartan er góður sendifulltrúi Vestmannaeyja, hvar sem hann er, Guð blessi hann. |
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.