Reynslusaga ungs eyjamanns úr Reykjavík
Skutl í Mjódd
Bróðir minn lenti í nokkuð skondnu atviki í rvk-inni í gær. Nýfluttur til rvk og veit kannski ekki alveg hvernig allt funkerar hérna en ég fullvissaði hann nú um að það sem hann lenti í, í gær væri nú ekki daglegt brauð.Það var þannig að hann var að keyra í Kópavoginum á leiðinni með TV-ið í viðgerð fyrir stóru systur og var stopp á rauðu ljósi þegar sextugur kínverji hoppar inn í bílinn og bendir út í loftið og segir " mjooodd mjoddd....eg missas strætó þú skutla" eftir nokkrar endurtekningar fattaði Óli að hann væri að biðja hann um að skutla sér í mjóddina.
Kínverjinn var voða spenntur yfir sjónvarpinu í aftursætinu og sagði "þú selja sjónvarp. ég kaupa. sjónvarp bilað?"
"já nei nei ég er nú bara að fara með það í viðgerð fyrir systur mína. "
Svo voru þeir nánast komnir að mjóddinni og stopp aftur á rauðu ljósi þegar kínverjinn hoppar aftur út og kveður með orðunum "ég fara hér. Takk fyrir skutl
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.